Pogba gagnrýnir Man Utd fyrir samningsboð upp á nærri fimmtíu milljónir á viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:30 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en er nú farinn frá félaginu. Getty/Ash Donelon Í dag kemur út heimildarmynd með Paul Pogba í aðalhlutverki. Í myndinni segir Pogba að Manchester United hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu en vitað er að Pogba fékk samningstilboð upp á 300 þúsund pund á viku frá Man Utd. Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Flytja heimsleikana í CrossFit til New York fylkis Sport Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira