Pogba gagnrýnir Man Utd fyrir samningsboð upp á nærri fimmtíu milljónir á viku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 08:30 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en er nú farinn frá félaginu. Getty/Ash Donelon Í dag kemur út heimildarmynd með Paul Pogba í aðalhlutverki. Í myndinni segir Pogba að Manchester United hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu en vitað er að Pogba fékk samningstilboð upp á 300 þúsund pund á viku frá Man Utd. Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Samningur hins 29 ára gamla Pogba við Man United rann út í sumar. Talið er að hann snúi aftur til Juventus – sem fékk hann einnig frítt frá Man Utd árið 2012 – en París Saint-Germain og Real Madríd eru líka inn í myndinni. Pogba hefur verið mikið á milli tannanna á fólki vegna frammistöðu sinnar og oftar en ekki ummæla um Man United. Búast má við að hin nýja heimildarmynd helli olíu á þann eld. „Ég ætla að sýna Manchester að þeir gerðu mistök að bíða svo lengi með að gefa mér samning,“ segir miðvallarleikmaðurinn meðal annars í myndinni sem verður frumsýnd í dag, á Þjóðhátíðardag Íslendinga. My thought process is to show Manchester they made a mistake in waiting to give me a contract A look at Paul Pogba s new doc, which launches on Amazon Prime on June 17. It s about him, but mostly about money, marketing & misery at #MUFC #thePogmentary https://t.co/B16RLUvkA9— Oliver Kay (@OliverKay) June 16, 2022 Þá tekur Pogba sérstaklega fram að Man Utd hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu. Honum var samt boðinn samningur upp á 300 þúsund pund á viku eða tæplega 50 milljónir króna. Það samsvarar árslaunum upp á tæplega 2600 milljónir eða 2,6 milljarða íslenskra króna. Paul Pogba says he wants to prove Manchester United wrong after claiming their reported £300,000-a-week offer to keep him was 'nothing' https://t.co/AeRvo4UAEY— Guardian sport (@guardian_sport) June 16, 2022 Hvar og hvenær Pogba ætlar að sýna Man Utd að félagið hafi gert mistök á eftir að koma í ljós en leikmaðurinn hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu. Á sama tíma hefur það reynst þrautin þyngri fyrir Man Utd að finna leikman í hans stað en félagið á enn eftir að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira