Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júní 2022 20:30 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir stöðuna á spítalanum afleita af mörgum ástæðum. Vísir/Sigurjón Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur aukist töluvert í samfélaginu en samkvæmt opinberum tölum greinast nú um og yfir 200 manns á dag. Sá fjöldi er þó líklegast hærri þar sem margir greinast aðeins með heimaprófi. Áhrifin eru þegar byrjuð að koma í ljós á Landspítala. „Þessi aukni fjöldi úti í bæ, hann leiðir til þess að það hefur verið hæg aukning í innlögnum hjá okkur og svo gerist það núna síðastliðinn sólarhring að það kemur upp fjöldasmit á nokkrum starfseiningum spítalans,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Þrjátíu sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítala, ýmist með eða vegna Covid, og hafa þeir ekki verið fleiri frá því í byrjun apríl. Tveir eru á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem liggja nú inni eru yfir sjötugt og eru margir þeirra einnig að kljást við önnur veikindi. „Staðan er bara afleit,“ segir Már en ýmislegt flækir málin, til að mynda koma apabólunnar og erfið staða bráðamóttökunnar. Þá er mönnun takmarkandi þáttur. „Starfsmenn eru náttúrulega í auknum mæli að fara í orlof, langþráð orlof, þannig þetta hittir okkur á mjög erfiðum tíma.“ Allt önnur staða en þó mikilvægt að bregðast við Landspítalinn hefur gripið til hertra aðgerða til að bregðast við stöðunni, meðal annars með því að taka aftur upp grímuskyldu og að takmarka heimsóknir, og tóku þær breytingar gildi á hádegi í dag. Þá hefur sóttvarnalæknir mælt eindregið með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir eldri einstaklinga og þá sem eru í sérstakri hættu en allir geta þó óskað eftir fjórða skammtinum. „Með þetta í farteskinu þá krossar maður fingur og vonar að þetta dugi nú, en við vitum öll hvernig þetta smitast,“ segir Már og vísar til mikilvægi handþvottar og persónubundinna sýkingavarna. Hann bendir einnig á að grímunotkun í almennum rýmum sé ekki slæm hugmynd en of snemmt sé að segja til um hvort þörf sé á takmörkunum í samfélaginu. „Ég held að við þurfum aðeins að sjá hvernig þessu vindur fram. En staðan í dag er náttúrulega allt önnur en í upphafi faraldursins þegar við höfðum ekkert ónæmi í samfélaginu,“ segir hann. „En fyrir fjölveika, hruma einstaklinga, þá eru þetta oft mjög erfið veikindi.“ Bregðast þurfi við, enda ljóst að þungt og erfitt sumar sé fram undan. „Við þurfum einhvern veginn að ganga hægt um gleðinnar dyr, en á morgun er 17. júní og þar koma þúsundir manna saman. Þannig það gæti leitt til geigvænlegar fjölgunar í samfélaginu,“ segir Már. „En aftur, tíminn mun leiða þetta í ljós.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira