Ráðgjafarnir eru lykilfólk SÁÁ Þráinn Farestveit skrifar 16. júní 2022 15:30 Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Ég hef setið í stjórn SÁÁ til fjölda ára, í framkvæmdastjórn í tvö ár og er í dag varaformaður samtakanna. Í þessari grein langar mig til að segja stuttlega frá starfi og námi áfengis- og vímuefnaráðgjafa SÁÁ, en þeir eru lykilfólk í því meðferðarstarfi sem fram fer hjá samtökunum. SÁÁ búa að mikilli reynslu í meðferð fíknsjúkdóma. Hjá samtökunum starfar einstaklega hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk, sem er stöðugt að endurmeta aðferðafræði starfa sinna og sækja sér endurmenntun í þágu skjólstæðinga samtakanna. Áfengis- og vímuefnaráðgjafar mynda kjarnann í meðferðarstarfinu. Á þeirra herðum er að leiða það sálfélagslega ferli sem felst í meðferðinni. Áratuga reynsla hefur sýnt og sannað að leiðsögn þeirra og sérþekking er lykillinn að árangri þeirra sem glíma við fíknsjúkdóminn. Nú starfa 42 ráðgjafar og ráðgjafanemar hjá SÁÁ og hafa þeir aldrei verið fleiri að störfum hjá samtökunum. Bandarísk fyrirmynd Forvígismenn SÁÁ þróuðu starf ráðgjafanna að þekktri og áhrifaríkri bandarískri fyrirmynd og alla tíð hefur þess verið gætt að ráðgjafastéttin vaxi og dafni í takti við aukna þekkingu á fíknsjúkdómnum. Ráðgjafanámið hefur frá fyrsta degi verið á vegum SÁÁ, enda ekki öðrum til að taka. Námið tekur um 3 ár og er stærsti hluti þess klínískt starfsnám undir handleiðslu ráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga. Landlæknir gefur út starfsleyfi fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafa og eru þeir eftirsóttur starfskraftur um allt land þó stærsti vinnustaður þeirra sé SÁÁ. Kennsla hefur alfarið verið á kostnað SÁÁ. Vímuefnaráðgjöf er í stöðugri þróun eftir því sem þekkingu á fíknsjúkdómnum fleygir fram. Framan af hafði stór hluti ráðgjafanna persónulega reynslu af því að hafa leitað sér aðstoðar vegna vímuefnavanda. Á seinni árum hefur þeim fjölgað í stéttinni sem ekki búa að slíkri lífsreynslu, enda er það ekki skilyrði til þess að hefja nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf. Margir sækja nú í námið í framhaldi af eða í tengslum við önnur störf eða menntun í félags- eða heilbrigðisgeiranum. SÁÁ lagði mikla áherslu á það að áfengis- og vímuefnaráðgjöf yrði viðurkennd og starfsleyfisskyld heilbrigðisstétt og fékkst sú viðurkenning eftir langa baráttu við kerfið. Þessir heilbrigðisstarfsmenn veita þjónustu á öllum starfsstöðum SÁÁ, þ.e. sjúkrahúsinu Vogi, göngudeildinni Von, eftir meðferðinni Vík og starfstöð samtakanna á Akureyri. Námið sjálft Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf tekur þrjú ár og fer fram á starfsstöðvum SÁÁ. Það fer fram í þverfaglegu teymi undir faglegri stjórn læknis sem vinnur að áfengis- og vímuefnameðferð. Bóklegi þátturinn tekur um 300 klukkustundir og lýtur að lyfjafræði vímuefna, áfengis – og vímuvörnum, faglegri framgöngu í ráðgjafarstarfinu, ásamt hugmyndafræði og siðfræði áfengismeðferðar. Handleiðsla er ríkur þáttur í þjálfuninni, ásamt hópstarfi, viðtölum og samráðsfundum. Tveir starfsmenn SÁÁ, sálfræðingur og ráðgjafi, hafa kennsluna að aðalstarfi. Unnið er að því að auka menntunarkröfur til áfengis- og vímuefnaráðgjafa til samræmis við eðli starfsins, og er horft til þess að bóklegur hluti kennslunnar verði diplómanám á háskólastigi og hefur sú vinna þegar verið sett í gang. SÁÁ vinnur stöðugt að því að bæta og styrkja nám og um leið stöðu áfengis- og vímuefnaráðgjafa og hefur fjölgað stöðugildum þeirra síðustu ár, í takt við það mikilvæga hlutverk sem þeir gegna í meðferðinni.. Áfengis – og vímuefnaráðgjafar hafa alltaf verið í lykilhlutverki í meðferðarstarfi SÁÁ og eftirspurn eftir þeirra starfskröftum mun án efa halda áfram að vaxa. Ekki eingöngu hjá SÁÁ heldur í heilbrigðis – og velferðarkerfinu öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar og varaformaður SÁÁ.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun