„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2022 14:30 Alfreð segist ekki vera hættur í íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Landsliðsframherjinn var gestur nýjasta þáttar hlaðvarpsins Chess After Dark. Í þættinum er farið yfir víðan völl og er landsliðsframherjinn meðal annars spurður út í hvort fórnir sem hann hafi fært til að spila fyrir íslenska landsliðið hafi haft áhrif á félagsliðaferil hans og meiðslasögu. Þá var Alfreð spurður út í stöðu sína með íslenska landsliðinu en hann hefur ekki spilað leik fyrir A-landslið Íslands síðan 15. nóvember árið 2020. „Engin spurning, ég er opinn fyrir því. Ég er ekki hættur. Aðstæður hafa verið þannig síðustu tvö ár að þegar landsliðshópurinn er valinn hef ég ekki verið heill eða nýkominn úr meiðslum.“ „Ég er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér. Meðal annars af því ég er að verða samningslaus, margar ástæður fyrir því en ég vona og trúi því að ég muni spila aftur fyrir Íslands hönd.“ „Þetta eru skrítnir tímar, rosalega erfitt að koma á eftir svona frábærum árangri. Ekkert búið að vera eðlilegt sem er búið að ganga á í þessu samfélagi síðustu tvö árin, það hefur bitnað á liðinu. En það eru að koma mjög spennandi leikmenn, ókosturinn við okkur Íslendinga að við höfum ekki þessa sömu breidd eins og önnur lið,“ sagði Alfreð aðspurður hvernig sér litist á liðið núna. „Á endanum vill Arnar Þór [Viðarsson, landsliðsþjálfari] bara vinna fótboltaleiki. Allir sem eru í landsliðinu vilja vinna fótboltaleiki. Þú velur bara besta liðið hverju sinni, þú hefur ekkert efni á því í íslenska landsliðinu að ákveða að spila liðinu sem verður gott eftir fimm ár.“ Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm „Það atvikaðist þannig að það eru rosalega margir ungir leikmenn að fá tækifæri, svipað og þegar við komum inn í liðið á sínum tíma. Það er líka af því þeir eru góðir. Að mörgu leyti hefði þeirra tími mögulega komis taðeins seinna og mér finnst ef þú værir með nokkra eldri leikmenn sem gætu hjálpað þeim að taka þessi skref.“ „Ungum leikmönnum fylgir óstöðugleiki svo það er eðlilegt að frammistöðurnar séu upp og niður á þessum tíma. En margir mjög spennandi leikmenn að koma upp og spennandi tímar framundan.“ Hinn 33 ára gamli Alfreð er í dag samningslaus og ekki er víst hvað framtíðin ber í skauti sér. Alls hefur hann spilað 61 A-landsleik og skorað 15 mörk.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira