Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 16:09 John Hinckley Jr. verður loksins frjáls ferða sinna, 40 árum eftir að hann reyndi að ráða Ronald Reagan bana. AP/Barry Thumma John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna: Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Fleiri fréttir Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Sjá meira
Hinckley skaut að Reagan þegar forsetinn kom út af hóteli í Washington þann 30. mars 1981 sem varð til þess að lunga forsetans féll saman og hann hlaut innvortis blæðingar. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal James Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Vildi heilla Jodie Foster með árásinni Í réttarhöldunum yfir Hinckley var hann úrskurðaður ósakhæfur vegna geðrænna veikinda. Næstu þrjá áratugi sat hann inni á geðsjúkrahúsinu St. Elizabeths Hospital í Washington. Ringulreið fyrir utan Hilton-hótelið í Washington eftir árás Hinckley.Dirck Halstead/AP Árið 2016 fékk hann leyfi til að búa hjá móður sinni undir ströngum skilyrðum. Þar var hann undir eftirliti sálfræðinga, mátti ekki eiga byssu og mátti ekki hafa samband við fórnalömb árásarinnar né ættingja þeirra. Þá mátti hann ekki heldur hafa samband við leikkonuna Jodie Foster en þegar hann réðist á forsetann hafði hann þróað áráttu fyrir leikkonunni og trúði því að árásin myndi heilla hana. Engin merki um ofbeldisfulla hegðun Í september á síðasta ári úrskurðaði alríkisdómarinn Paul Friedman að Hinckley yrði sleppt í júní ef hann uppfyllti ákveðin skilyrði og héldi áfram góðri hegðun sinni. Þann 1. júní síðastliðinn úrskurðaði Friedman að Hinckley yrði frjáls ferða sinna í dag, 15. júní. After 41 years 2 months and 15 days, FREEDOM AT LAST!!!— John Hinckley (@JohnHinckley20) June 15, 2022 „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ sagði Friedman á síðasta ári. Þá sagði hann að Hinckley hafi ekki sýnt nein merki um andleg veikindi, ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Semur ástarlög á Youtube og heldur uppselda tónleika í júlí Hinckley býr enn í Virginia-fylki þó móðir hans sé látin og frá árinu 2020 hefur hann haldið úti tónlistarrás á YouTube þar sem hann syngur ástarlög. Síðastliðin desember lýsti hann því yfir að hann hygðist stofna plötuútgáfu. Þann 12. apríl á þessu ári auglýsti Hinckley tónleika sem verða í Market Hotel í Brooklyn 8. júlí næstkomandi. Fjórum dögum eftir að hann auglýsti tónleikana voru þeir orðnir uppseldir. Hér fyrir neðan má heyra Hinckley syngja frumsamið lag en á tónleikunum mun hann flytja 17 frumsamdra laga sinna:
Ronald Reagan Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dómsmál Tengdar fréttir Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31 Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Innlent Áslaug Arna boðar til fundar Innlent Meiriháttar líkamsárás í miðbænum Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Innlent Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Fleiri fréttir Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Sjá meira
Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. 27. september 2021 18:31
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20