Edda Hermannsdóttir nýr stjórnarformaður UNICEF Eiður Þór Árnason skrifar 15. júní 2022 13:29 Edda Hermannsdóttir, nýr stjórnarformaður UNICEF á Íslandi, Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og Óttarr Proppé, fráfarandi stjórnarformaður. unicef Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, er nýr stjórnarformaður landsnefndar UNICEF á Íslandi. Edda tekur við af Óttarri Proppé sem hefur verið stjórnarformaður frá júní 2021 og setið í stjórn UNICEF á Íslandi frá árinu 2019. Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu. Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira
Þetta var tilkynnt á ársfundi UNICEF á Íslandi sem fram fór í dag. Fram kemur í tilkynningu frá UNICEF að tekjur samtakanna hafi verið alls 852 milljónir króna á seinasta ári en um er að ræða 6,6% aukningu milli ára. Þar af hafi framlög Heimsforeldra, reglulegra styrktaraðila UNICEF, numið 619 milljónum. Edda tók sæti í stjórn UNICEF á Íslandi í fyrra. Áður en hún gerðist markaðs- og samskiptastjóra Íslandsbanka var hún aðstoðarritstjóri á Viðskiptablaðinu og dagskrárgerðarkona á RÚV. Mikill heiður að taka við stöðunni „Það er mikill heiður að taka við stöðu formanns stjórnar og ég er spennt að vinna áfram með þeim öfluga hópi sem stendur að baki UNICEF á Íslandi. Starfsfólk og stjórnarfólk brennur fyrir málefnum barna og oft hefur þörfin verið mikil en er nú nauðsyn í ljósi frétta af börnum á stríðshrjáðum svæðum. Við höldum því áfram að vinna af krafti í þágu barna og þökkum auðmjúklega fyrir allan þann stuðning sem Íslendingar hafa veitt til þessa verkefnis,“ segir Edda í tilkynningu. Hún er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Þá hefur Edda setið í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og ÍMARK auk þess að hafa gefið út bækurnar Forystuþjóð og Framkoma. Hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra hvergi hærri Auk Eddu skipa nýja stjórn UNICEF á Íslandi þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir lögfræðingur, Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur, Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, Hjörleifur Pálsson, stjórnarformaður Sýnar og formaður háskólaráðs HR, Jón Magnús Kristjánsson læknir, Jökull Ingi Þorvaldsson háskólanemi og Tatjana Latinovic, VP Intellectual Property hjá Össuri og formaður Kvenréttindafélags Íslands. Þá er Hjördís Freyja Kjartansdóttir, framhaldsskólanemi og formaður ungmennaráðs UNICEF, áheyrnarfulltrúi í stjórninni. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, kynnti helstu niðurstöður úr starfsemi landsnefndarinnar á ársfundinum í dag. Þar segir að hlutfallslegur fjöldi Heimsforeldra á Íslandi sé sá mesti á heimsvísu og framlag landsnefndarinnar til verkefna UNICEF það næsthæsta allra landsnefnda miðað við höfðatölu á síðasta ári. Stærstum hluta, eða tæpum 471 milljón króna, var varið til reglubundins hjálparstarfs UNICEF erlendis. Heildarframlög til neyðar á árinu 2021 námu rúmum 86 milljónum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Tæpum 70 milljónum var varið til verkefna innanlands, við réttindagæslu, réttindafræðslu og innleiðingu barnvænna sveitarfélaga, að því er fram kemur í tilkynningu.
Þróunarsamvinna Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Vistaskipti Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fleiri fréttir Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Sjá meira