Hlín eftir þrennuna í miðnætursólinni: „Frábær tilfinning í alla staði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 09:30 Hlín fagnar einu af mörkum sínum á leiktíðinni. Hún hefur nú skorað 8 mörk í 14 leikjum. Piteå Hlín Eiríksdóttir reyndist hetja Piteå er liðið lagði Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í miðnætursólinni í Svíþjóð í gærkvöld. Hlín skoraði öll þrjú mörk Piteå í 3-0 sigri. Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Hlín – sem var ekki valin í leikmannahóp Íslands fyrir Evrópumótið sem fram fer í Englandi í sumar sýndi allar sínar bestu hliðar en leiktími leiksins var með undarlegra móti. Leikurinn hófst klukkan 23.00 þar sem líkt og Íslandi fer sólin vart niður í norðurhluta Svíþjóðar yfir sumartímann. Rétt tæplega þúsund manns mættu á leikinn sem var einnig sýndur beint í Svíþjóð sem og á Íslandi. Það voru því töluvert fleiri sem sáu Hlín bjóða til veislu en hún var allt í öllu í liði Piteå í leiknum. „Fyrir okkur var aldrei spurning hvort liðið myndi fara með sigur af hólmi. Þetta er frábær tilfinning í alla staði,“ sagði Hlín í sjónvarpsviðtali að leik loknum. Hlín fagnaði 22. ára afmælisdegi sínum degi fyrir leik og gat leyft sér að fagna eftir leik líka. „Við máttum velja hvort við vildum flatböku eða skyr og samlokur á hótelinu eftir leik. Við völdum allar flatbökur svo nú förum við, borðum og förum svo að sofa,“ bætti Hlín auðmjúk við og ljóst að fagnaðarlætin verða ekki of mikil eftir þessa frábæru frammistöðu. Piteå er í 8. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 14 umferðir. Liðið er 13 stigum frá Umeå IK sem situr í 12. sæti en liðið sem endar þar fer í umspil um að halda sæti sínu í deildinni á meðan neðstu tvö liðin falla. Fyrir ofan Piteå er svo þéttur pakki en aðeins munar sex stigum á Íslendingaliði BK Häcken í 4. sæti og liði Hlínar.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira