Innlent

Ekið á gangandi, hjólandi og á rafhlaupahjóli

Kjartan Kjartansson skrifar
Það er ekki tekið út með sældina að vera á öðrum fararskjóta en bíl suma daga. Þrjú óhöpp urðu þar sem bíl var ekið á hjólandi eða gangandi í borginni í dag.
Það er ekki tekið út með sældina að vera á öðrum fararskjóta en bíl suma daga. Þrjú óhöpp urðu þar sem bíl var ekið á hjólandi eða gangandi í borginni í dag. Vísir/Vilhelm

Bifreiðum var ekið á gangandi vegfaranda, hjólreiðamann og manneskju á rafhlaupahjóli í Reykjavík í dag. Þá var bíl ekið á lamb í austurborginni.

Greint var frá því í dag að strætisvagni hefði verið ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut. Vegfarandinn er sagður hafa hlotið tvo skurði á höfði en lögreglan rannsakar málið sem alvarlegt umferðarslys.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að einnig hafi bíl verið ekið á manneskju á rafhlaupahjóli. Slysið hafi verið á litlum hraða og sá sem var á rafhlaupahjólinu hafi hlotið minni háttar meiðsli. Þar að auki var ekið á hjólreiðamann en ekki koma frekari upplýsingar fram um það slys í dagbókinni.

Í austurborginni var ekið á lamb. Talið er að það hafi fótbrotnað en eigandi þess ætlaði að gera ráðstafanir vegna þess þegar lögregla hafði samband við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×