Lína langsokkur eða Lóa langsokkur? Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júní 2022 14:01 Lína Langsokkur og vinir hennar í myndinni um hetjuna knáu frá 1969. United Archives/Getty Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær. Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þessi fyrsta þýðing á sögu Lindgren birtist sem framhaldssaga þann 13. mars 1946 í Morgunblaðinu. Þar er greint frá því að sagan „sem er rituð í nokkuð nýstárlegum anda“ hafi fengið fyrstu verðlaun í samkeppni útgáfufyrirtækisin Rabén & Sjögren um bestu barnasöguna. Ég er í losti: pic.twitter.com/NajKPezZBe— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) June 12, 2022 „Lóa langsokkur er skemmtileg söguhetja, henni dettur margt ótrúlegt og hlægilegt í hug og svo er hún þar að auki ákaflega sterk. Munu börnin hafa gaman af að fylgjast með öllum æfintýrunum sem þessi nýja söguhetja þeirra endir í,“ segir í tilkynningu blaðsins um söguna. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir langsokkur Tveimur árum síðar kom fyrsta bókin um Pippi út í þýðingu Jakobs Ó. Péturssonar en þá hét söguhetjan ekki Lóa heldur Lína. Hvorki Lóa né Lína eru nokkuð í námunda við upprunalega nafnið Pippi en líklega hafa báðir þýðendur valið nafn sem byrjar á stafnum L til að stuðla við langsokk. Kosturinn við nafnið Lína, ólíkt Lóu, er hins vegar sá að þegar kemur í ljós að Pippi heitir í raun Pippilotta er auðveldara að lengja viðurnefnið Línu í Sigurlínu en Lóu í eitthvað annað. Þessi upphaflega þýðing er hins vegar töluvert nær frummyndinni en ein af fyrstu íslensku þýðingunum á Mickey Mouse frá 1939 þar sem hann var þýddur á íslensku sem Búri Bragðarefur. Þá má deila um ágæti ýmissa annarra íslenskra þýðinga, Svampur Sveinsson stuðlar vel á íslensku en Sveinn er ansi langt frá Harold.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“