MeToo-bylgja skellur á skipverjum í Danmörku og Svíþjóð Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 10:42 Sjóflutningsfyrirtækið Maersk hefur breytt stefnu sinni þegar kemur að kynferðisbrotum á skipum á vegum fyrirtækisins. John Lamb/Getty Fjöldi kvenna sem vinna á sjó í Danmörku og Svíþjóð hafa greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir við störf sín. Starfsmaður Maersk í Danmörku var beðin um að ræða sjálf við meintan geranda sinn til að leysa mál þeirra. Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“ Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Í gær steig hin 31 árs gamla Ashley Codrington fram í danska ríkissjónvarpinu og greindi frá áreitni sem hún varð fyrir sem starfsmaður á flutningaskipi Maersk í Danmörku. Samstarfsmenn hennar höfðu áreitt hana ítrekað, þar á meðal skipstjóri skipsins sem hún starfaði á. Þegar hún tilkynnti málið var hún beðin um að ræða sjálf við skipstjórann og leysa málið þannig. Ætla að endurskoða stefnu sína Í kjölfar viðtalsins hefur Maersk gefið út að þeir ætli að endurskoða stefnu sína þegar kemur að kynferðisbrotum starfsmanna. „Við verðum að viðurkenna að það sem við höfum gert er ekki nóg,“ segir Palle Laursen, flotaforingi hjá Maersk, í samtali við danska ríkissjónvarpið. Meðal þess sem fyrirtækið hefur ákveðið að gera til að sporna gegn ofbeldinu er að ræða við 350 konur sem starfa á sjó hjá fyrirtækinu og heyra þeirra sögur af samskiptum á skipum fyrirtækisins. Palle segir að nú þegar hafi þeim borist fjöldi sagna. Búið er að setja upp síma sem starfsmenn geta hringt í allan sólarhringinn og tilkynnt brot. Þá er komin ný regla innan fyrirtækisins: Þeir sem brjóta af sér eru reknir samstundis. Gerandinn er oftast yfirmaður Fyrir ekki svo löngu síðan fóru Svíar í gegnum svipað ferli þegar yfir þúsund konur sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir sem starfsmenn á sjó. „Það eru dæmi um ungar stelpur allt niður í sautján ára gamlar sem hafa lent í því að fullir samstarfsmenn þeirra skríða upp í kojurnar þeirra,“ segir Cecilia Österman, umhverfisfræðingur hjá Sjómannaskólanum í Kalmar. „Oftast er það yfirmaðurinn sem er gerandinn. Í sænsku rannsóknunum erum við með nokkrar konur sem hafa fengið heimsóknir um miðja nótt. Þegar þú ert með yfirmann sem getur læst sig inni hjá þér, þá getur þú ekki verið örugg neins staðar.“
Danmörk Svíþjóð Skipaflutningar MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira