Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 19:32 Þórunn Sveinbjarnardóttir telur ljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn. Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn.
Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39