Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 12:29 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira