„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 16:30 Það hefur lítið gengið upp hjá Aftureldingu í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti