Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála.

Íbúar í Vogahverfi segja manninn sem er í gæsluvarðhaldi vegna morðs í Barðavogi hafa verið með ógnandi tilburði um árabil. Rannsókn lögreglu stendur yfir og búið er að ræða við helstu vitni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þingmenn segja nauðsynlegt að grípa til aðgerða í geðheilbrigðismálum þar sem langir biðlistar bíða flestra sem þurfa aðstoð. Við verðum í beinni frá Alþingi þar sem umræður um skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál stendur yfir.

Við hittum einnig hjólreiðamann sem varð fyrir árás af hálfu ökumanns um helgina en lögregla segir málið ekki einsdæmi, kynnum okkur skiptar skoðanir á áfengissölu á landsleikjum og verðum í beinni frá opnunarhátíð nýrrar miðstöðvar fyrir flóttamenn frá Úkraínu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×