Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2022 17:12 Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin vill byggja. Flugmálayfirvöld telja hins vegar að byggingar þar trufli flugumferð. Reykjavíkurborg Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar. Lóðin sem til stóð að borgarstjórn úthlutaði í dag er innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði. Þegar kom að afgreiðslu tillögunnar undir lok fundarins lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, því hins vegar yfir að málinu hefði verið frestað. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fór fyrir undirskriftarsöfnun Hjartans í Vatnsmýri til stuðnings flugvellinum árið 2013, vakti athygli á málinu í facebook-færslu í dag. „Nú á fyrsta degi reynir á borgarfulltrúa Framsóknar í nýjum meirihluta í borgarstjórn,“ segir Njáll Trausti um lóðarúthlutunina í Einarsnesi. „Hér er rétt að árétta að um er að ræða 4-5 hæða há hús. Það hefur komið fram af hálfu Isavia að slíkar byggingar munu hafa áhrif á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir þingmaðurinn. „Stóra spurningin er hvort borgarfulltrúar Framsóknar ætli að halda sig við þann málflutning síðast í gærkvöldi að unnið yrði með Isavia að þvi að tryggja flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Eða er borgarstjórnarflokkur Framsóknar að falla strax á fyrsta prófinu? Sólarhring eftir að stofnað var til nýs meirihluta á Reykjavík. Við skulum sjá hvernig fer,“ skrifar Njáll Trausti. Þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson stóðu að undirskriftasöfnuninni Hjartað í Vatnsmýrinni árið 2013.Skjáskot/Stöð 2 Bæði Isavia og innviðaráðherra hafa lýst því yfir að nýjar byggingar á svæðinu muni skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði þann 4. maí síðastliðinn að það gengi ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. Sagði hann leiðinlegt að þurfa að slá á puttana á meirihlutanum í borginni en ætlast yrði til þess að borgin virti flugvallarsamkomulag sem gert var fyrir tveimur árum. Daginn eftir, þann 5. maí, samþykkti borgarráð á átakafundi tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að úthluta lóðinni að Einarsnesi með byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir. Þar sem lóðarúthlutunin var afgreidd í ágreiningi þurfti að leggja málið fyrir borgarstjórn, sem gert var í dag. Málinu var hins vegar frestað, eins og fyrr segir. Hér má heyra innviðaráðherra slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum í síðasta mánuði og svör borgarstjóra: Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Lóðin sem til stóð að borgarstjórn úthlutaði í dag er innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði. Þegar kom að afgreiðslu tillögunnar undir lok fundarins lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, því hins vegar yfir að málinu hefði verið frestað. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem fór fyrir undirskriftarsöfnun Hjartans í Vatnsmýri til stuðnings flugvellinum árið 2013, vakti athygli á málinu í facebook-færslu í dag. „Nú á fyrsta degi reynir á borgarfulltrúa Framsóknar í nýjum meirihluta í borgarstjórn,“ segir Njáll Trausti um lóðarúthlutunina í Einarsnesi. „Hér er rétt að árétta að um er að ræða 4-5 hæða há hús. Það hefur komið fram af hálfu Isavia að slíkar byggingar munu hafa áhrif á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar,“ segir þingmaðurinn. „Stóra spurningin er hvort borgarfulltrúar Framsóknar ætli að halda sig við þann málflutning síðast í gærkvöldi að unnið yrði með Isavia að þvi að tryggja flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Eða er borgarstjórnarflokkur Framsóknar að falla strax á fyrsta prófinu? Sólarhring eftir að stofnað var til nýs meirihluta á Reykjavík. Við skulum sjá hvernig fer,“ skrifar Njáll Trausti. Þeir Friðrik Pálsson og Njáll Trausti Friðbertsson stóðu að undirskriftasöfnuninni Hjartað í Vatnsmýrinni árið 2013.Skjáskot/Stöð 2 Bæði Isavia og innviðaráðherra hafa lýst því yfir að nýjar byggingar á svæðinu muni skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði þann 4. maí síðastliðinn að það gengi ekki að borgin fengi Skerjafjarðarlandið afhent. Sagði hann leiðinlegt að þurfa að slá á puttana á meirihlutanum í borginni en ætlast yrði til þess að borgin virti flugvallarsamkomulag sem gert var fyrir tveimur árum. Daginn eftir, þann 5. maí, samþykkti borgarráð á átakafundi tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að úthluta lóðinni að Einarsnesi með byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir. Þar sem lóðarúthlutunin var afgreidd í ágreiningi þurfti að leggja málið fyrir borgarstjórn, sem gert var í dag. Málinu var hins vegar frestað, eins og fyrr segir. Hér má heyra innviðaráðherra slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum í síðasta mánuði og svör borgarstjóra:
Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33 Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41 Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Tókust á um lóðarúthlutun á landi innan flugvallargirðingar Átök urðu á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag um þá tillögu borgarstjóra að úthluta fimm þúsund fermetra lóð og byggingarrétti fyrir allt að 140 íbúðir við Einarsnes 130. Lóðin er núna innan flugvallargirðingar í svokölluðum Nýja Skerjafirði á svæði sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lýsti yfir í gær að borgin fengi ekki afhent meðan ekki væri kominn betri flugvallarkostur í stað Reykjavíkurflugvallar. 5. maí 2022 23:39
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Segir borgina ekki fá Skerjafjörð, hún verði að virða samkomulag Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir að Reykjavíkurborg fái ekki flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga meðan annar jafngóður eða betri kostur undir flugvöll er ekki uppbyggður. Ráðherrann segir leiðinlegt að þurfa ítrekað að slá á puttana á borgarstjórnarmeirihlutanum en borgin verði að virða tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag. 4. maí 2022 12:33
Segir það verstu niðurstöðuna að kremja lífið úr flugvellinum Isavia telur sér ekki fært að verða við beiðni Reykjavíkurborgar um að afhenda flugvallarland í Skerjafirði til íbúðabygginga og varpar ábyrgðinni á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra. 3. maí 2022 21:41
Undirskriftir 69 þúsunda manna afhentar Samtökin Hjartað í Vatnsmýri afhentu í hádeginu í dag Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftalista þeirra sem mótmælt hafa áformum um að flytja innanlandsflug úr Vatnsmýrinni. 20. september 2013 12:58