Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2022 15:19 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins kunni ekki að meta þann litla fyrirvara sem minnihlutaflokkunum var gefinn til að gaumgæfa breytingartillögur meirihlutans. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, sagði að tillagan væri liður í hrossakaupum í nýafstöðnum meirihlutaviðræðum. Tillagan fjallar um að málaflokkar atvinnumála, nýsköpunar og ferðaþjónustu verði færðir undir hatt forsætisnefndar. Hildur kvaðst vera ósátt við að minnihlutinn hefði eingöngu fengið 33 mínútur til að gaumgæfa nokkrar tillögur meirihlutans um breytt hlutaverk hinna ýmsu nefnda. Klukkan tvö hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýs kjörtímabils. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ekki ánægð með hvernig kjörtímabilið fer af stað.Vísir/Vilhelm „Okkur í minnihlutanum bárust þessar tillögur 33 mínútum fyrir þennan fund og þykja það ekkert sérlega góð eða vönduð vinnubrögð og við vonum að þetta sé ekki til marks um það sem koma skal hér á kjörtímabilinu,“ sagði Hildur sem bætti við að þau hygðust þó ekki leggjast gegn tillögunum. Í nafni góðrar samvinnu séu þau reiðubúin að sitja hjá. „Við óskum hins vegar sérstaklega eftir frestun á tillögu meirihluta að breyttu hlutverki forsætisnefndar, ekki síst vegna þess að forsætisnefnd hefur því veigamikla hlutverki að gegna að halda hér um fundarsköp, skipulag funda og bættan starfsanda sem nýr meirihluti hefur sett sérstaklega á dagskrá. Það er ekki sérlega góður bragur á því að færa alls óskylda málaflokka undir þessa nefnd í einhverjum hrossakaupum í meirihlutaviðræðum.“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, baðst velvirðingar á litlum fyrirvara. „Það er hægt að biðjast velvirðingar á þessum stutta fresti og það er ekki vísir að því sem koma skal nema hvað það snertir að við viljum vinna hluti býsna hratt en við viljum líka vinna þá í góðu samráði við minnihlutann þannig að við tökum þetta til okkar. Þetta var bara allt að gerast síðasta sólarhringinn en við virðum það og þökkum fyrir að minnihlutinn ætlar þá að sitja hjá við þessar breytingar. Við verðum sannarlega við þessari beiðni um frestun.“ Dagur svaraði gagnrýni Hildar á þá leið að góð rök væru fyrir því að forsætisnefnd takist á hendur nýtt skilgreint hlutverk gagnvart atvinnulífinu. Það sé hægt að ræða nánar í nýrri forsætisnefnd. Hægt er að fylgjast með borgarstjórnarfundi í spilaranum að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Sjá meira
Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn. 7. júní 2022 13:30
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03