Sá sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps er sakaður um að hafa ítrekað veist að brotaþola með ítrekuðum höggum með óþekktu stunguvopnu, líklega skrúfjárni, í efri búk fórnarlambsins.
Hinn er ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa veist að sama manni með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og efri hluta líkama hans.
Allt hafði þetta þær afleiðingar að maðurinn hlaut samfall á lungum beggja vegna, sár á framvegg brjóstkassa, mörg sár á bakvegg brjóstkassa, mar og yfirborðsáverka á höfði og dreifða yfirborðsáverka á líkama.
Þá er sá sem ákærður fyrir manndráp krafinn um 4,1 milljón í skaða- og miskabætur en hinn er krafinn um 900 þúsund krónur í skaðabætur.