Jóhann Þór tekur við Grindavík á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 11:01 Jóhann Þór (til hægri) handsalar samninginn. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Jóhann Þór Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Subway-deild karla. Staðfesti körfuknattleiks félagsins þetta í gærkvöld. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð. Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá var í gær ljóst að Sverrir Þór Sverrisson yrði ekki áfram með Grindvíkinga þar sem hann færði sig um set og mun sinna starfi aðstoðarþjálfara Keflavíkur á næstu leiktíð. Grindavík var þar með þjálfaralaust en menn voru ekki lengi að grípa í taumana. Inn kemur Jóhann Þór sem þekkir vel til eftir að hafa stýrt liðinu frá 2015 til 2019. Hann hefur nú samið við félagið út næstu leiktíð. Ekki nóg með að Jóhann Þór hafi stýrt liðinu í fjögur ár heldur var hann aðstoðarmaður árin tvö þar á undan og er því „öllum hnútum kunnugur. Hann var einnig aðstoðarþjálfari félagsins árið 2013 þegar félagið hampaði síðast Íslandsmeistaratitlinum og bikartitlinum árið 2014,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Grindavíkur. „Við erum mjög glöð að fá Jóhann Þór í starf þjálfara liðsins og væntum mikils af honum. Jóhann er mjög fær þjálfari og það eru frábærar fréttir að hann sé að snúa aftur í þjálfun af fullum krafti,“ segir Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. „Það er spennandi vetur framundan í Grindavík. Við erum að færa okkur á nýjan og glæsilegan keppnisvöll og það ríkir mikil eftirvænting fyrir því að hefjast handa,“ segir Jóhann Þór um nýja - en samt gamla - starfið. Að endingu kemur fram að enn eigi eftir að ráða aðstoðarþjálfara og frekari frétta sé að vænta af leikmannamálum. Orðið á götunni er að landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gæti verið á leið heim úr atvinnumennsku og samið við Grindavík. Þá má með sanni segja Ólafssynir hafi tekið yfir Grindavík þar sem Ólafur Ólafsson, bróðir Jóhanns Þórs, leikur með Grindavík og þriðji bróðirinn, Þorleifur, stýrir kvennaliði félagsins. Grindavík endaði í 7. sæti Subway deildarinnar með 22 stig á síðustu leiktíð. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af „Við vorum mjög sigurvissar“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 92-80 | Grindavík hefndi fyrir tapið í fyrra og fer í úrslit „Ég held við höfum náð að losa okkur við hrollinn“ Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 84-81 | Njarðvíkingar í úrslitaleikinn Óbærileg bið eftir kvöldinu Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Sjá meira