Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:21 Jada Pinkett Smith segist vilja að Will Smith og Chris Rock nái sáttum. Vísir/Getty Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“ Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“
Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Lífið Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Lífið Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Lífið Ástfangin í sextán ár Lífið Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Lífið Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Menning Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Lífið Fleiri fréttir Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Sjá meira
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35