Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:21 Jada Pinkett Smith segist vilja að Will Smith og Chris Rock nái sáttum. Vísir/Getty Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“ Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“
Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35