Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. júní 2022 12:19 Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkanir á fasteignagjöldum verði ekki ákveðnar fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33