Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. júní 2022 12:19 Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkanir á fasteignagjöldum verði ekki ákveðnar fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“ Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Í gær kom fasteignamat fyrir árið 2023 út, en heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára. Mesta hækkunin er í Hveragerðisbæ og minnsta hækkunin í Dalvíkurbyggð. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar matið um rúm tuttugu prósent. Ekkert óeðlilegt að allir skoði þessi mál Hækkunin er sú mesta frá hruni og í morgun var greint frá því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætli mörg hver að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að lækkunin verði ekki ákveðin í Reykjavík fyrr en við gerð fjárhagsáætlunar sem lögð er fram í nóvember. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að öll sveitarfélög skoði þessi mál, Reykjavík hefur verið með lægstu fasteignagjöldin á íbúðarhúsnæði árum saman. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver sveitarfélög myndu færa sig nær okkur í því,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir að tölurnar sem gefnar voru út í gær séu fyrst og fremst heildartalan en eftir eigi að greina gögnin almennilega. Segir það hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn eru nú í meirihlutaviðræðum í borginni en Dagur segir að þau muni gefa sér einhvern tíma í endanlegar ákvarðanir um lækkanir. „Þarna koma líka til skoðunar gjaldskrár á fjölskyldur og aðrar leiðir til að koma til móts við fólk. Við sjáum þegar allt er tekið saman að það er hagstæðast fyrir fjölskyldur að búa í Reykjavík og ég á ekki von á öðru en að við höfum metnað til að svo verði áfram.“
Reykjavík Borgarstjórn Fasteignamarkaður Skattar og tollar Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43 Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47 Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Sjá meira
Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. 1. júní 2022 11:43
Hækkunin er sú mesta frá hruni Á einu ári hefur fasteignamat húsnæðis hækkað um nærri tuttugu prósent. Hækkunin er sú mesta frá hruni. Forseti ASÍ segir á ábyrgð sveitarfélaga að hækkun fasteignamats verði ekki til að rýra kjör almennings. 31. maí 2022 17:47
Fasteignamat tekur mikið stökk á milli ára Þjóðskrá hefur gefið út fasteignamat fyrir árið 2023. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 19,9 prósent á milli ára, sem er umtalsvert meiri hækkun á milli ára en undanfarin ár. 31. maí 2022 13:33