Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 11:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira