Stærsta planta í heimi á við 20.000 fótboltavelli Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2022 10:27 Sjávagrösin Posidonia australis. Rachel Austin/Háskólinn í Vestur-Ástralíu Vísindamenn frá Ástralíu uppgötvuðu að sjávargrös sem þekja um tvö hundruð ferkílómetra svæði séu í raun ein og sama plantan. Þeir telja að hún hafi vaxið af einu fræi á að minnsta kosti fjögur þúsund og fimm hundruð árum. Sjávargresjan fannst fyrir tilviljun í Hákarlaflóa, um áttahundruð kílómetra norður af áströlsku borginni Perth. Landsvæðið sem það þekur er svipað að flatarmáli og 20.000 knattspyrnuvellir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar vísindamennirnir rannsökuðu erfðasýni úr sjávargrösunum sem þeir söfnuðu víða í flóanum urðu þeir furðu lostnir að uppgötva að þau voru öll sama plantan. Hún er nú talin sú stærsta á jörðinni. Elizabeth Sinclair, einn af vísindamönnunum frá Háskólanum í Vestur-Ástralíu, segir plöntuna merkilega harðgera enda vaxi hún á svæðum í flóanum þar sem aðstæður séu afar misjafnar frá einum stað til annars. „Hún virðist vera sérlega harðger og upplifir breitt bil hita og seltu auk gríðarlegrar birtu sem ætti allt saman að valda miklu álagi á flestar plöntur,“ segir Sinclair. Sjávargrös vaxa eins og gras á landi, allt að þrjátíu og fimm sentímetra á ári. Út frá því áætla vísindamennirnir að það hafi tekið plöntuna í kringum 4.500 að ná núverandi stærð. Til samanburðar er það um það leyti sem talið er að pýramídarnir í Egyptalandi hafi verið reistir. Hákarlaflói í Vestur-Ástralíu þar sem sjávargrösin fundust.Angela Rossen/Háskólinn í Vestur-Ástralíu Ástralía Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Sjávargresjan fannst fyrir tilviljun í Hákarlaflóa, um áttahundruð kílómetra norður af áströlsku borginni Perth. Landsvæðið sem það þekur er svipað að flatarmáli og 20.000 knattspyrnuvellir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar vísindamennirnir rannsökuðu erfðasýni úr sjávargrösunum sem þeir söfnuðu víða í flóanum urðu þeir furðu lostnir að uppgötva að þau voru öll sama plantan. Hún er nú talin sú stærsta á jörðinni. Elizabeth Sinclair, einn af vísindamönnunum frá Háskólanum í Vestur-Ástralíu, segir plöntuna merkilega harðgera enda vaxi hún á svæðum í flóanum þar sem aðstæður séu afar misjafnar frá einum stað til annars. „Hún virðist vera sérlega harðger og upplifir breitt bil hita og seltu auk gríðarlegrar birtu sem ætti allt saman að valda miklu álagi á flestar plöntur,“ segir Sinclair. Sjávargrös vaxa eins og gras á landi, allt að þrjátíu og fimm sentímetra á ári. Út frá því áætla vísindamennirnir að það hafi tekið plöntuna í kringum 4.500 að ná núverandi stærð. Til samanburðar er það um það leyti sem talið er að pýramídarnir í Egyptalandi hafi verið reistir. Hákarlaflói í Vestur-Ástralíu þar sem sjávargrösin fundust.Angela Rossen/Háskólinn í Vestur-Ástralíu
Ástralía Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Telja sig hafa fundið elsta tré í heimi í Síle Patagoníugrátviður sem hópur vísindamanna hefur rannsakað í sunnanverðu Síle gæti verið meira en fimm þúsund ára gamall. Sé það rétt er tréð það elsta sem vitað er um á jörðinni. 27. maí 2022 13:37