Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2022 06:56 Biden segir Bandaríkjamenn munu standa með Úkraínumönnum alla leið. epa/Michael Reynolds New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira
Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira