Rannsakandi Trumps beið afhroð Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2022 18:38 Lögmaðurinn Michael Sussmann var sýknaður í dag að formaður kviðdóms í málinu sagði að meðlimir kviðdómsins hefðu vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra. AP/Manuel Balce Ceneta Lögmaður sem tengist Demókrataflokknum var í dag sýknaður af ásökunum um að ljúga að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Michael Sussmann var ákærður vegna rannsóknar Johns Durham á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu sem Robert Mueller stóð að. Durham, sem var skipaður af William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trump, hefur varið þremur árum í að rannsaka Rússarannsóknina með litlum sem engum árangri. Þetta er fyrsta mál hans þar sem réttarhöld fara fram. Ásakanirnar gegn Sussmann sneru, samkvæmt frétt New York Times, að undarlegum tölvugögnum sem rannsakendur fundu eftir að tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins var opinberuð. Rannsakendurnir komu gögnunum til starfsmanna FBI og sögðu þau mögulega sýna fram á að leynileg samskipti milli Trump-liða og Rússa. Rannsókn FBI sýndi þó að svo var ekki. Sussmann mun hafa komið gögnunum til FBI en saksóknarar Durham sökuðu hann um að hafa logið því að hann væri ekki að gera það á vegum skjólstæðings. Þeir sögðu hann hafa unnið bæði fyrir framboð Hillary Clintons og annan aðila sem kom gögnunum til hans. Á sama tíma hafi hann verið að reyna að fá blaðamenn til að skrifa um gögnin. Verjendur Sussmanns sögðu að rannsakendur FBI hefðu vitað að hann hefði starfað fyrir framboð Clinton og Demókrataflokkinn. Sagði kviðdómendur hafa sóað tíma sínum Durham vildi sýna fram á að Sussmann hefði tekið þátt í einhvers konar samsæri um að koma sök á Trump. Framboð Clinton átti meðal annars að hafa komið einnig að þessu samsæri. Eftir tveggja vikna réttarhöld tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að Sussmann væri saklaus. Þau voru öll sammála. Eftir að niðurstaðan lá fyrir sagði formaður kviðdómsins við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að fólkið sem skipaði kviðdóminn hefði vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra en þessi réttarhöld. The jury forewoman, who did not give her name, told reporters outside the courthouse that I think we could have spent our time more wisely. https://t.co/mrCwqAoPkp— Laura Rozen (@lrozen) May 31, 2022 Sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekkert samráð Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Samkvæmt frétt NPR hefur einn fyrrverandi lögmaður FBI játað við saksóknarar Durhams að hafa breytt opinberum gögnum og þar að auki eiga að fara fram önnur réttarhöld seinna á þessu ári gegn Igor Danchenko, rússneskum manni sem hefur verið sakaður um að ljúga að rannsakendum FBI. Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Durham, sem var skipaður af William Barr, dómsmálaráðherra Donalds Trump, hefur varið þremur árum í að rannsaka Rússarannsóknina með litlum sem engum árangri. Þetta er fyrsta mál hans þar sem réttarhöld fara fram. Ásakanirnar gegn Sussmann sneru, samkvæmt frétt New York Times, að undarlegum tölvugögnum sem rannsakendur fundu eftir að tölvuárás rússneskra útsendara á tölvukerfi landsnefndar Demókrataflokksins var opinberuð. Rannsakendurnir komu gögnunum til starfsmanna FBI og sögðu þau mögulega sýna fram á að leynileg samskipti milli Trump-liða og Rússa. Rannsókn FBI sýndi þó að svo var ekki. Sussmann mun hafa komið gögnunum til FBI en saksóknarar Durham sökuðu hann um að hafa logið því að hann væri ekki að gera það á vegum skjólstæðings. Þeir sögðu hann hafa unnið bæði fyrir framboð Hillary Clintons og annan aðila sem kom gögnunum til hans. Á sama tíma hafi hann verið að reyna að fá blaðamenn til að skrifa um gögnin. Verjendur Sussmanns sögðu að rannsakendur FBI hefðu vitað að hann hefði starfað fyrir framboð Clinton og Demókrataflokkinn. Sagði kviðdómendur hafa sóað tíma sínum Durham vildi sýna fram á að Sussmann hefði tekið þátt í einhvers konar samsæri um að koma sök á Trump. Framboð Clinton átti meðal annars að hafa komið einnig að þessu samsæri. Eftir tveggja vikna réttarhöld tók það kviðdómendur sex klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu að Sussmann væri saklaus. Þau voru öll sammála. Eftir að niðurstaðan lá fyrir sagði formaður kviðdómsins við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að fólkið sem skipaði kviðdóminn hefði vel getað varið tíma sínum í eitthvað gáfulegra en þessi réttarhöld. The jury forewoman, who did not give her name, told reporters outside the courthouse that I think we could have spent our time more wisely. https://t.co/mrCwqAoPkp— Laura Rozen (@lrozen) May 31, 2022 Sérstakur rannsakandi var skipaður eftir að í ljós kom að Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði sagt ósatt um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller staðfesti mat leyniþjónustu Bandaríkjanna að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar og tryggja Trump sigur. Ekkert samráð Rannsóknin leiddi ekki ljós glæpsamlegt samráð við Rússa en Trump forseti var þó ekki sýknaður af því að hafa staðið í vegi fyrir því að réttlætið næði fram að ganga, þó hann hafi ítrekað haldið því fram. 34 einstaklingar voru ákærðir vegna rannsóknarinnar og fyrir ýmsa glæpi. Þar á meðal eru sex fyrrverandi bandamenn og ráðgjafar Trump eins og fyrrverandi kosningastjóri hans, aðstoðarkosningastjóri, þjóðaröryggisráðgjafi og persónulegur lögmaður hans. Auk þess var hópur rússneskra starfsmanna „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu og aðrir ákærðir fyrir afskipti þeirra af kosningunum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Trump-liðar hafa lengi kvartað yfir rannsókn Mueller og þegar Trump var forseti setti hann og hans fólk nokkrar rannsóknir á laggirnar sem beindust að rannsókn Mueller. Þar á meðal var rannsókn Durhams. Samkvæmt frétt NPR hefur einn fyrrverandi lögmaður FBI játað við saksóknarar Durhams að hafa breytt opinberum gögnum og þar að auki eiga að fara fram önnur réttarhöld seinna á þessu ári gegn Igor Danchenko, rússneskum manni sem hefur verið sakaður um að ljúga að rannsakendum FBI.
Bandaríkin Rússarannsóknin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03 Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55
Skoðun á uppruna Rússarannsóknarinnar er nú sakamálarannsókn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið sakamálarannsókn á ástæðum þess Rússarannsóknin svokallaða var hafin á sínum tíma. 25. október 2019 09:03
Rannsókn á Rússarannsókninni beinist að leyniþjónustunni Dómsmálaráðuneyti Trump vill ræða við útsendara CIA sem unnu að greiningu á herferð Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. 12. júní 2019 23:42