„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2022 18:13 Hvorki Hildur Sverrisdóttir (t.v.) né Þórunn Sveinbjarnardóttir heita í raun og veru Guðni Th. Jóhannesson, þrátt fyrir að sjónvarpsútsending Alþingis hafi gefið annað í skyn. Vísir Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag. Í sjónvarps- og netútsendingum frá Alþingi er alla jafna tilgreint hver stendur í pontu í hvert skipti, og fyrir hvaða flokk þeir sitja á þingi. Hildur Sverrisdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir þurftu þó að sætta sig við annað nafn en sitt eigið þegar þær ávörpuðu þingið í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir í ræðupúlti Alþingis í dag.Skjáskot Nafn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, var sýnt á skjánum í staðinn fyrir nöfn þingmannanna. Þá var forsetinn sagður vera í Samfylkingunni og vera framsögumaður. Hildur, sem var í pontu að ræða frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, birti skjáskot af mistökunum á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún það vera „ákveðinn skellur“ að hún hafi verið talin vera samfylkingarmaður og forseti Íslands. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri Alþingis, að um hafi verið að ræða smávægileg tæknivandamál. „Það var smá „draugagangur“ í útsendingarkerfinu okkar í dag. Það kemur fyrir að tæknin stríði okkur eins og öðrum landsmönnum, en þau nafnabrengsl sem urðu voru strax leiðrétt,“ segir Þorsteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Í sjónvarps- og netútsendingum frá Alþingi er alla jafna tilgreint hver stendur í pontu í hvert skipti, og fyrir hvaða flokk þeir sitja á þingi. Hildur Sverrisdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir þurftu þó að sætta sig við annað nafn en sitt eigið þegar þær ávörpuðu þingið í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir í ræðupúlti Alþingis í dag.Skjáskot Nafn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, var sýnt á skjánum í staðinn fyrir nöfn þingmannanna. Þá var forsetinn sagður vera í Samfylkingunni og vera framsögumaður. Hildur, sem var í pontu að ræða frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum, birti skjáskot af mistökunum á Facebook-síðu sinni. Þar segir hún það vera „ákveðinn skellur“ að hún hafi verið talin vera samfylkingarmaður og forseti Íslands. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Þorsteinn Magnússon, varaskrifstofustjóri Alþingis, að um hafi verið að ræða smávægileg tæknivandamál. „Það var smá „draugagangur“ í útsendingarkerfinu okkar í dag. Það kemur fyrir að tæknin stríði okkur eins og öðrum landsmönnum, en þau nafnabrengsl sem urðu voru strax leiðrétt,“ segir Þorsteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent