Enginn skellt á eftir sér hurðum í Elliðaárdalnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2022 19:20 Oddviti Pírata í borgarstjórn segir meirihlutaviðræður við Framsóknarflokk, Samfylkingu og Viðreisn um meirihlutasamstarf ganga vel. Í dag hafi velferðarmál, mannréttindamál og húsnæðismál meðal annars verið til umræðu. Hún hafi trú á að flokkunum muni takast að leysa úr eðlilegum álitaefnum á milli flokkanna. Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Fólk í fyrstu sætum þeirra flokka sem reyna nú að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hafa setið í sjö daga í kyrrðinni í Elliðaárdal og reynt að finna út hvort grundvöllur er til samstarfs næstu fjögur árin. Nýkjörin borgarstjórn fór á launaskrá í gær. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata leiðir viðræður þeirra ásamt Alexöndru Briem og segir viðræðurnar ganga vel. Einhver stór ágreiningsmál komið upp? „Ekkert sem við höfum ekki getað rætt og fundið út. Alla vega erum við mjög lausnarmiðuð og uppbyggileg í þessu samtali,“ segir Dóra Björt. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pirata í Reykjavík segir meirihlutaviðræðurnar ganga vel. Vonandi nái flokkarnir saman fyrir fyrsta reglulega borgarstjórnarfundinn hinn 7. júní.Stöð 2/Arnar Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum tíma kominn til að dusta rykið af hugmyndum um byggingu nýrrar flugstöðvar við Reykjavíkurfluvöll. Truflar þetta eitthvað ykkar viðræður? „Nei. Það eru náttúrlega ýmis álitaefni sem koma upp í svona samtali og viðræðum. Það er eðilegt að ólíkir flokkar takist á um ýmis mál og þurfi að finna út úr þeim. Þetta er allt hluti af viðræðunum." Er farinn að taka sig upp áberandi borgarstjórasvipur á sumum við borðið? „Við erum öll rosalega borgarstjóraleg finnst mér.“ Þú værir til í að gegna embættinu? „Að sjálfsögðu. Ég held að það sé ábyrgðarhluti að vera reiðubúin til þess. En það er ekki eitthvað sem við erum búin að ræða.“ Enginn farið og skellt á eftir sér hurðum? „Nei, við erum svo kurteist fólk," segir Dóra Björt Guðjónsdóttir létt í bragði.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir „Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01 Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00 Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
„Fyrir mitt leyti eru engin tímamörk í þessu“ Oddviti Framsóknarflokksins segir viðræður Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um málefnasamning ganga ágætlega. Það væri ekkert tiltökumál þótt viðræður klárist ekki fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils hinn 7. júní. 31. maí 2022 08:01
Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. 30. maí 2022 12:00
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56