City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 22:15 Frekari breytingar gætu orðið á leikmannahópi Englandsmeistaranna fyrir næstu leiktíð. Visionhaus/Getty Images Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts. Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts.
Enski boltinn Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira