City rétt að byrja á leikmannamarkaðnum Valur Páll Eiríksson skrifar 30. maí 2022 22:15 Frekari breytingar gætu orðið á leikmannahópi Englandsmeistaranna fyrir næstu leiktíð. Visionhaus/Getty Images Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður Manchester City, segir að félagið muni fá nokkra leikmenn til viðbótar í sumar. Þegar hefur City fest kaup á tveimur framherjum. City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts. Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn á fimm árum eftir dramatískan 3-2 sigur á Aston Villa í lokaumferð deildarinnar. Tap hefði þýtt að liðið myndi horfa á eftir titlinum í hendur Liverpool, sem er eina liðið utan City sem hefur unnið titilinn síðustu fimm árin. Manchester-liðið hefur þegar hafið að styrkja leikmannahóp sinn fyrir næstu leiktíð. Norski framherjinn Erling Braut Håland gekk í þeirra raðir frá Borussia Dortmund á rúmar 50 milljónir punda og þá kemur annar ungur framherji, Julián Álvarez, á 14 milljónir punda frá River Plate í heimalandi hans, Argentínu. „Við leitum eftir því að styrkja þau svæði sem þurfa á styrkingu að halda,“ er haft eftir Khaldoon Al-Mubarak á heimasíðu Manchester City. „Á hverri leiktíð vilja einhverjir leikmenn fara og við þurfum að hressa upp á hlutina. Við munum fá nokkra í viðbót. Við viljum ganga frá því eins fljótt og auðið er, en það er ekki alltaf undir okkar stjórn,“ bætti hann við. Fyrirliði liðsins, 37 ára gamli miðjumaðurinn Fernandinho, klárar samning sinn í sumar og fer til heimalands síns Brasilíu. Breskir miðlar hafa sagt Kalvin Phillips, leikmann Leeds, vera ofarlega á lista City yfir menn til að fylla skarð hans. Landi Fernandinho, framherjinn Gabriel Jesus, er mögulega á förum og þá fyllti City ekki í skarð vinstri bakvarðarins Benjamins Mendy á síðustu leiktíð eftir að sá var handtekinn og ákærður fyrir nauðgun. Mubarak vildi þá lítið tjá sig um samningsmál Pep Guardiola, stjóra liðsins, en hann á ár eftir af samningi sínum við liðið. Í viðtalinu hrósaði hann Guardiola í hástert fyrir starf sitt hjá félaginu og segir að samtalið um framlengingu muni bíða rétts tímapunkts.
Enski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira