Uppgjör fyrstu átta umferða Bestu: Breiðablik best, Ísak Snær bestur og Valur valdið mestum vonbrigðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:30 Breiðablik hefur bókstaflega verið óstöðvandi til þessa. Vísir/Hulda Margrét Áttunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta fór fram á sunnudag. Að henni lokinni gerði Stúkan upp fyrstu átta umferðir mótsins. Eðlilega var Breiðablik mikið í umræðunni þar sem liðið er með fullt hús stiga. Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Allt er vænt sem vel er grænt Lið fyrstu átta umferðanna er í grænna lagi enda Breiðablik borið höfuð og herðar yfir önnur lið deildarinnar til þessa. Alls eru sex leikmenn Blika í liði fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins. Markvörður Breiðabliks, Anton Ari Einarsson, stendur milli stanganna. Í fjögurra manna línu þar fyrir framan eru þrír samherjar Antons. Davíð Ingvarsson er í vinstri bakverði á meðan þeir Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic eru í hjarta varnarinnar. Kennie Chopart fær svo þann heiður að vera hægri bakvörður í besta liði fyrstu átta umferðanna. Enginn Bliki er á miðri miðju liðsins en þar eru KA-mennirnir Rodrigo Gomes og Nökkvi Þeyr Þórisson. Kristall Máni Ingason, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings er svo þriðji miðjmaður liðsins. Í framlínunni eru tveir leikmenn Breiðabliks, Jason Daði Svanþórsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Fremsti maður er svo Emil Atlason, framherji Stjörnunnar. Hér má sjá lið fyrstu átta umferða Bestu deildar karla í fótbolta.Stúkan „Hverjir mega vera ósáttir við að vera ekki í liðinu, allir hinir í byrjunarliðinu hjá Blikum?“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttarstjórnandi þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason. „Varnarmenn KA, þeir hafa haldið fimm sinnum hreinu. Óli Valur (Ómarsson, hægri bakvörður Stjörnunnar) er búinn að vera frábær sem og Guðmundur (Magnússon, leikmaður Fram). Besti leikmaðurinn sjálfvalinn „Ekki erfiðasta sem við höfum lent í,“ sagði Guðmundur um valið á besta leikmanni fyrstu átta umferða Bestu deildarinnar. Segja má að Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið sjálfvalinn en hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur í liði Breiðabliks til þessa. Níu mörk í átta leikjum og þá lagði hann upp sigurmark Blika í 0-1 útisigrinum á KR. Ísak Snær hefur verið frábær í upphafi móts.Vísir/Hulda Margrét Þremenningarnir voru hins vegar ekki á allt sammála hver næstbesti leikmaður umferða 1 til 8 væri. Kristall Máni, Jason Daði, Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson og Emil Atlason voru allir nefndir til sögunnar. Kristall Máni besti ungi Kristall Máni var áfram í umræðunni en hann er að mati dómnefndar Stúkunnar besti ungi leikmaður deildarinnar. Kristall Máni er fæddur árið 2002 og var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar á síðustu leiktíð. Kristall Máni hefur verið illviðráðanlegur það sem af er sumri.Vísir/Hulda Margrét „Miðið við hvernig Ísak Snær er að spila þarf hann mögulega bara að sætta sig við þessi verðlaun aftur þrátt fyrir að vera einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Guðmundur og hló. Hér að neðan má sjá uppgjör Stúkunnar á fyrstu átta umferðum Bestu deildar karla. Þar er farið yfir hvaða lið hafa komið á óvart og hvaða lið hafa ollið mestum vonbrigðum. Klippa: Stúkan: Umferð 1 til 8 í Bestu deild karla gerðar upp Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Stúkan Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira