Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 21:02 Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur, sem æfa alltaf á mánudögum í Neskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira