Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2022 21:02 Strákarnir í Drengjakór Reykjavíkur, sem æfa alltaf á mánudögum í Neskirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag. Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Kórinn æfir alltaf á mánudögum í Neskirkju. Sungin er tónlist af ýmsum toga, gömul og ný lög. Kórinn hefur komið reglulega fram í gegnum árin við ýmis tækifæri og tekur að sér fjölbreytt verkefni. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins og undirleikari er Laufey Sigrún Haraldsdóttir. „Já, þetta eru bara æðislegir strákar, þeir eru svo skemmtilegir, hressir og fyndnir. 4. júní erum við að halda upp á 30 ára afmæli, að vísu tveimur árum of seint vegna Covid. Það verða engu til sparað á þessum tónleikum, hér verða gestir frá ýmsum söngvörum, það verða fyrrverandi drengjakórsmeðlimir, sem koma hér og syngja einsöng og það verður hérna kór fyrrverandi meðlima drengjakórsins, sem ætlar að koma hér saman í fyrsta skipti," segir Þorsteinn Freyr. Þorsteinn Freyr Sigurðsson er stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mömmurnar eru mjög stoltar af strákunum sínum í kórnum eins og vera ber. „Þetta er bara dásamlegt, ég er búin að vera að fylgjast með mínum síðan hann var sjö ára en hann er að verða 15 ára, það er bara mjög gaman að vera kórmamma,“ segir Margrét Unnur Sigtryggsdóttir. Hulda Ingibjörg Skúladóttir tekur undir og segir; „Mér finnst í rauninni að hafa hugrekki í þetta, það er ekkert auðvelt þegar maður er að verða 15 ára að syngja fyrir framan jafnaldra sína.“ Tvær af kórmömmunum, Margrét Unnur Sigtryggsdóttir (t.h.) og Hulda Ingibjörg Skúladóttir.Aðsend En hvað segja strákarnir sjálfir, hvernig er að vera í eina drengjakór landsins? „Bara frekar gaman, þetta er svo skemmtilegt, skemmtilegt að syngja saman,“ segir þeir Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára og Ármann Áki Gunnarsson, sem er alveg að verða 11 ára. Vésteinn Sigurjónsson, 13 ára (t.h.) og Ármann Áki Gunnarsson, sem er að verða 11 ára eru mjög ánægðir í kórnum og hlakka til tónleikanna 4. júní í Neskirkju.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Þjóðkirkjan Menning Kórar Tímamót Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira