Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 15:42 Lögregluborði í kringum Robb-grunnskólann í Uvalde þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í síðustu viku. AP/Jae C. Hong Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56