Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 15:42 Lögregluborði í kringum Robb-grunnskólann í Uvalde þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í síðustu viku. AP/Jae C. Hong Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56