Erlent

Fjallagarpar fórust í íshruni

Kjartan Kjartansson skrifar
Grand Combin-fjallið í suðvestanverðu Sviss.
Grand Combin-fjallið í suðvestanverðu Sviss. AP/Jean-Christophe Bott/Keystone

Tveir fjallgöngumenn fórust og níu slösuðust þegar íshnullungar féllu úr fjalli ofan á þá í suðvestanverðu Sviss í dag. Meiriháttar björgunaraðgerð var sett af stað til að koma fólkinu til hjálpar.

Nokkrir íshnullungar féllu úr Grand Combin-fjallinu í Bagnes-dal í Valais-kantónu og ofan á hóp fjallgöngumanna sem klifu fjallið, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Þeir látnu voru fertug frönsk kona og 65 ára gamall spænskur karlmaður. Tveir þeirra slösuðu eru þungt haldnir.

Sjö björgunarþyrlur voru sendar á vettvang og fluttu þær sautján aðra fjallgöngumenn sem voru á staðnum í nokkrum hópum. Þau slösuðu voru flutt á sjúkrahús í Sion og Lausanne.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×