Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2022 21:01 Erfiðlega gekk að flytja fimmtíu tonn af sandi inn í Hafnarhúsið í dag en þröngar götur miðbæjarins gerðu vörubílstjóra erfitt fyrir. Sandurinn er hluti af listasýningu sem verður opnuð fjórða júní. Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Rýmið sem sést á myndinni hér að neðan mun brátt breytast í manngerða baðströnd þegar verkið Sun and Sea verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í Hafnarhúsinu. Undirbúningur sýningarinnar hófst árið 2019, en til þess að hægt sé að mynda alvöru baðstrandastemningu þarf að fylla port Hafnarhússins af sandi - og nóg af honum. „Þannig við erum að bíða hérna eftir sendingu. Fimmtíu tonna sendingu af sandi. Það eru fimm bílar,“ sagði Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík. Brátt mun þetta rými líta út eins og baðströnd.vísir Já ekki beint auðvelt verkefni enda götur miðbæjarins þröngar og mikið um einstefnur. Bíll Steypustöðvarinnar komst ekki leiða sinna og því þurfti að leggja á ráðin. Úr varð að Valdór bílstjóri fékk lögreglufylgd á leiðarenda og við fengum að fljóta með. Hvernig gengur að ferja sandinn? „Ekki vel það er svo þröngt í miðbænum. Sundurgrafnar götur og einstefna,“ sagði Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni, en Steypustöðin gefur listasafninu sandinn. Valdór Jóhannsson, bílstjóri hjá Steypustöðinni.vísir Bíllinn komst á leiðarenda og því hægt að hefjast handa við að fylla portið af sandi. „Hún verður búin til þessi strönd. Flóðlýst og hituð bara eins og sólarströnd. Erum með tugi manna á ströndinni sem baða sig á baðfötunum bara,“ sagði Vigdís. Sumir myndu segja að undirbúningur verksins kallaði á mikið vesen en Vigdís tekur ekki undir það. „Þetta er bara verkefni og ástæðan fyrir því að við erum að standa í þessu er að þetta er magnþrungið listaverk sem þarf ekki mikla listfræði eða listþekkingu til að njóta.“ Vigdís Jakobsdóttir er listrænn stjórnandi listahátíðar í Reykjavík.vísir Hægt verður að sjá sýninguna þann fjórða og fimmta júní. „Þetta verður svona „lúppa.“ Fólk getur komið og farið að vild og það kostar ekkert inn.“ Aðspurð hvort Vigdís hlakki að taka til eftir sýninguna segir hún að það verði fjör. „Við erum komin með gott fólk í það. Golffélag Reykjavíkur ætlar að þiggja sandinn svo. Taka hann og bera á golfvelli þannig það er sjálfbærni í þessu öllu.“ Sandurinn sem um ræðir.vísir
Listahátíð í Reykjavík Reykjavík Söfn Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira