Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 09:30 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu. Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu.
Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira