Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 09:30 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu. Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu.
Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira