Skuldabréf Ljósleiðarans komin í Kauphöllina Eiður Þór Árnason skrifar 27. maí 2022 09:30 Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Skuldabréf Ljósleiðarans, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í dag að fenginni staðfestingu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á útgefenda- og verðbréfalýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu. Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ljósleiðaranum en með útgáfunni stendur til að fjármagna yfirstandandi lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, í Reykjanesbæ, Vogum og undirbúning lagningar í Grindavík. Einnig er vaxandi þungi sagður vera í tengingu nýbygginga í sveitarfélögum sem Ljósleiðarinn hafi þegar tengt. „Þá er unnið að þeirri framtíðarsýn fyrirtækisins að aukin samkeppni á fjarskiptamarkaði náist með nýjum landshring fjarskipta. Ljósleiðarinn leitar samstarfs séu önnur innviðafyrirtæki að leggja nýja strengi eða lagnir en hefur einnig frumkvæði að lagnaleiðum og býður þá öðrum aðild að lagningunni.“ Að sögn stjórnenda dregur slíkt samstarf úr umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eykur hagkvæmni þeirra. Fjárfestingarnar stuðli að því markmiði stjórnvalda að Ísland verði fulltengt ljósleiðara. Fram kemur í tilkynningu að um sé að ræða græn skuldabréf í skuldabréfaflokknum LL 010641 GB sem hafi hlotið viðurkenningu óháðs aðila sem „dökkgrænn.“ Náð að lækka fjármagnskostnað Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, segir að um sé að ræða stóran dag fyrir fyrirtækið og að opinber skráning bréfanna veiti því aðhald í verkefnum, almennum rekstri og nauðsynlegri uppbyggingu fyrir íslenskt samfélag. Ljósleiðarinn hafi staðið að uppbyggingu öflugra fjarskiptainnviða á síðustu áratugum og innleiðing 5G fjarskiptakerfa muni reyna enn frekar á ljósleiðaranet landsins. „Í útboðum okkar á grænum skuldabréfum fyrirtækisins síðustu mánuði höfum við náð því markmiði að lækka fjármagnskostnað við okkar metnaðarfullu og mikilvægu uppbyggingarverkefni. Enn frekari hagkvæmni þeirra höfum við tryggt með samningum við fjarskiptafyrirtæki, nú síðast við Farice sem er einmitt þessa dagana að styrkja tengingu Íslands við umheiminn með nýjum sæstreng til Írlands,“ segir Erling Freyr í tilkynningu.
Kauphöllin Fjarskipti Sæstrengir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira