Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 22:01 Sameinuðu þjóðirnar segja að hátt í 2,2 milljónir Úkraínumanna hafi farið aftur til Úkraínu. Þó Rússar einblíni nú á austurhluta Úkraínu er eyðileggingin víða, þar á meðal í Irpin við Kænugarð. AP/Natacha Pisarenko Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09