Framsókn og Sjálfstæðisflokkur „raði sér á jötuna“ án skýrrar stefnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2022 18:54 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni segir vonbrigði að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafi myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer ekki í grafgötur með það að sér þyki vonbrigði að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að fara í áframhaldandi meirihlutasamstarf í bænum. Hann segir samstarfið snúast um stóla og völd, en ekki aðgerðir. Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum. Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Árna Stefánssonar, oddvita Samfylkingarinnar, sem rætt var við í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir vonbrigði að Samfylkingin, sem fékk fjóra bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, tveimur fleiri en á síðasta kjörtímabili, verði í minnihluta. „Já, þetta eru vonbrigði. Ég neita því ekki. Við buðum Framsókn í viðræður sem þeir tóku líkindalega en við fengum aldrei þetta viðtalsspil, aldrei þetta samtal, sem ég hafði raunar talað um við oddvita Framsóknar fyrir kosningar. Það eru vonbrigði. Á hinn bóginn, svona er pólitíkin,“ sagði Guðmundur Árni. „Meirihlutamix um bæjarstjórastól“ Í dag var tilkynnt um að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hefðu náð saman um áframhaldandi samstarf í bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri út árið 2024, en þá tekur Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar, við embættinu. Þangað til verður hann formaður bæjarráðs. Guðmundur Árni gerði þetta að umtalsefni sínu. „En það vekur athygli hins vegar að þessi nýi meirihluti sem var tilkynntur í dag, hann er meirihlutamix um bæjarstjórastól, um forseta bæjarstjórnar, formann bæjarráðs. Annað hefur ekki verið ákveðið.“ Spurður hvort hann hefði verið til í að láta Framsóknarflokknum eftir bæjarstjórastólinn allt kjörtímabilið, ef til samstarfs Samfylkingar og Framsóknar hefði komið, sagðist Guðmundur Árni ekki vilja fara út í þá sálma. „Ég sagði einfaldlega við þá, göngum til þessara verka á jafnréttisgrundvelli. Við hefðum rætt málefni, við hefðum síðan endað með því að skipta verkum og það hefði gengið aldeilis ágætlega. En núna er þetta fólk að raða sér á jötuna og svo ætlar það seinna að ákveða hvað það ætlar að gera, það veldur áhyggjum.“ Guðmundur Árni vildi ekkert gefa upp um hvort hann myndi endast út kjörtímabilið, nú þegar ljóst er að hann verður í minnihluta. „Ég er sallarólegur en fer í þetta af fullum krafti og við veitum glerharða stjórnarandstöðu hér, við jafnaðarmenn. En hvað ég verð lengi, það veit Guð,“ sagði hann að lokum.
Samfylkingin Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira