Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2022 07:30 Marty Odlin, stofnandi Running Tide, er frá Portland í Maine. Hann vill binda kolefni með því að rækta þörunga í Norður-Atlantshafi. Running Tide Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum. Ætli mannkynið að komast hjá frekari hamförum vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum þarf það ekki aðeins að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti heldur þróa tækni til þess að binda kolefni sem er nú þegar í andrúmslofti jarðar. Bandaríska nýsköpunarfyrirtækið Running Tide sér fyrir sér stór tækifæri í kolefnisbindingu á næstu árum. Það stefnir á að rækta þörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti og selja svo kolefnisbindingareiningar. Fyrirtækið er nú í samningaviðræðum um að reisa framleiðslustöð fyrir baujurnar á suðvestanverðu Íslandi. Þörungarnir yrðu ræktaðir á alþjóðlegu hafsvæði mörg hundruð kílómetra suður af landinu. Síkátur sjómaður með uppskeru af þangi undan ströndum Bandaríkjanna.Running Tide Íslendingar átta sig ekki á áhrifum nýsköpunar sinnar Í samtali við Vísi líkir Marty Odlin, stofnandi Running Tide, starfseminni við Carbfix, kolefnisbindingarverkefnið við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fangar kolefni og dælir því niður í berglög. Running Tide safnar einnig koltvísýringi en sökkvir honum djúpt í hafið fjarri landi. Odlin segir Ísland heppilega staðsett landfræðilega en hér sé einnig frábært og reynslumikið hæfileikafólk í sjávarútvegsverkfræði. Rætur hans liggja í sjávarútvegi í heimaríki hans Maine á norðausturströnd Bandaríkjanna. Fyrirtækið er með ostru- og þörungaræktun við Portland í Maine. „Ég hef reynslu af sjávarútvegi og notaði mikla íslenska tækni þannig að ég hafði mikinn áhuga á að koma til Íslands. Vissulega fyrir landfræðilega legu og græna orku en aðallega fyrir hæfileikana og framsækið hugarfar margs fólks og stjórnvalda hér,“ segir Odlin sem er sjálfur verkfræðingur. Odlin fer fögrum orðum um íslenskan sjávarútveg og tækni sem héðan kemur. „Þegar ég vann í fiskiðnaði litum við alltaf upp til Íslands. Ísland gerir allt rétt. Frábær fiskveiðistjórnun, augljóslega ekki án sinna áskorana, en almennt er auðlindum stýrt á vistvænan og skynsaman hátt. Ný tækni sem tengist fiskveiðum sem kemur frá Íslandi hefur verið frekar byltingarkennd um allan heim. Það er áhugavert að ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á hversu mikil áhrif nýsköpun sem kemur héðan hefur haft,“ segir Odlin. Sjávarútvegur í Maine hefur gengið í gegnum verulegan samdrátt undanfarna þrjá áratugi. Áhrif loftslagsbreytinga hafa skapað enn meiri óvissu fyrir iðnaðinn þar, ekki síst fyrir humarveiðar. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta er að ég var of uggandi yfir framtíð fiskveiða til að halda mig við þær. Ég þurfti að gera eitthvað til að leysa vandann fyrir börnin mín og til að þau geti verið sjómenn einhvern daginn,“ segir Odlin. Starfsmaður á rannsóknarstofu Running Tide að störfum.Running Tide Eins og sköllóttur maður með sítt skegg Aðferðin sem Running Tide hyggst nota til að binda kolefni byggist á sérstökum baujum sem fyrirtækið hefur hannað og eiga að vera klakstöðvar fyrir það sem það kallar „örskóga“ þörungagróðurs. Þörungarnir vaxa utan á baujunum og teygja sig djúpt niður í hafið. Odlin segir baujurnar á stærð við fótbolta og líkir þeim við höfuð á sköllóttum manni með gríðarlega sítt skegg þegar þörungarnir eru byrjaðir að vaxa. Eftir ákveðinn tíma hverfist yfirborð baujanna við sjóinn og þær sökkva með þörungana niður í hyldýpið. Fyrirtækið segir að þar hverfi þörungarnir annað hvort ofan í setlög eða verði að fæðu fyrir djúpsjávardýr. Þannig bindist kolefni í að minnsta kosti hundruð ára og jafnvel í milljónir ára. Hafið er stærsta kolefnisgeymsla jarðarinnar. Áætlað er að það bindi um fjórðung þess kolefnis sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti á hverju ári. Allur þessi koltvísýringur hefur áhrif á sýrustig hafsins en það fer nú súrnandi. Súrnunin hefur sérstaklega áhrif á kalkmyndandi lífverur, þar á meðal kórala og skelfisktegundir. Baujur Running Tide eiga einnig að vinna gegn súrnuninni. Þær verða húðaðar með skeljamulningi sem leysist upp í sjónum og jafnar sýrustigið. Það gerir sjónum jafnframt kleift að binda meira kolefni þar sem getan minnkar við súrnun. „Við hönnuðum kerfin til að þau hefðu sem mest samanlögð áhrif en sem minnsta staðbundna truflun. Við setjum þær út á miðjan sjó, þær fljóta lausar og dreifa sér yfir stórt svæði þannig að það er mjög lítil staðbundin röskun en mikil samanlögð áhrif í að binda kolefni.“ Running Tide er með skrifstofuaðstöðu hjá Transition Labs í Reykjavík sem stefnir á að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna í heiminum. Davíð Helgason, sem auðgaðist á fyrirtækinu Unity, er annar stofnenda Transition Labs sem átti þátt í að fá Running Tide til landsins. Vill ekki lofa upp í ermina á sér Enn er þó mikið verk óunnið hjá Running Tide áður en það getur byrjað að binda kolefni í slíku magni að það hafi þýðingu og sé efnahagslega hagkvæmt. Odlin er var um sig að setja ekki fram of háleit loforð um kolefnisbindingu í framtíðinni og hversu mörg störf gætu skapast á Íslandi. Ítarlegar rannsóknir og þróun þurfi að fara fram samhliða framleiðslunni. „Við vitum að þetta virkar, að við getum mælt þetta og að við getum selt þessar einingar en til að geta tekið hugmynd sem þessa og gert hana að einhverju sem getur framleitt einingar á efnahagslega hagkvæmum skala, getur drifið áfram efnahagslegan vöxt og hefur þýðingu fyrir baráttu gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar verðum við bara að bæta okkur á hverjum degi að eilífu,“ segir Odlin. Hann segir þó að tugir starfsmanna gætu unnið við verksmiðju á Íslandi á næstu árum og vonandi enn fleiri þegar fram í sækir. Ísland gæti orðið að nokkurs konar akkeri fyrir umsvif fyrirtækisins víða um heim. Nú starfa um 75 manns fyrir Running Tide, um fimmtíu heima í Maine en þrír á Íslandi. „Ég held að Ísland verði mjög stór hluti af starfsemi fyrirtækisins í framtíðinni, ef ekki sá stærsti, en það er erfitt að fullyrða,“ segir Odlin. Vonast til að binda hundruð þúsunda tonna Hvað kolefnisbindinguna varðar segir hann að stefnan sé tekin á þúsundir tonna strax á þessu ári. Á því næsta verði þá hægt að skala bindinguna verulega upp þannig að hún verði efnahagslega hagkvæm. Á næstu fimm árum og lengur vonast Odlin til að Running Tide gæti bundið hundruð þúsunda ef ekki milljón tonn árlega. Ekki veitir af því árlega dælir mannkynið tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. „Möguleikinn er fyrir hendi á að við förum langt fram á úr því en einnig að við komumst ekki svo langt. Það er alltaf áskorun að vinna með hafið. Það sem virkar á litlum skala virkar ekki endilega eins á mun stærri skala“ „Við teljum möguleikann til staðar að Ísland verði eitt mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta, kolefnisbindingarstöð í heimi í framtíðinni og Running Tide vonast til að verða stór hluti af því,“ segir Odlin. Loftslagsmál Sjávarútvegur Bandaríkin Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Ætli mannkynið að komast hjá frekari hamförum vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum þarf það ekki aðeins að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti heldur þróa tækni til þess að binda kolefni sem er nú þegar í andrúmslofti jarðar. Bandaríska nýsköpunarfyrirtækið Running Tide sér fyrir sér stór tækifæri í kolefnisbindingu á næstu árum. Það stefnir á að rækta þörunga sem binda kolefni í stórum stíl á sérhönnuðum baujum á hafi úti og selja svo kolefnisbindingareiningar. Fyrirtækið er nú í samningaviðræðum um að reisa framleiðslustöð fyrir baujurnar á suðvestanverðu Íslandi. Þörungarnir yrðu ræktaðir á alþjóðlegu hafsvæði mörg hundruð kílómetra suður af landinu. Síkátur sjómaður með uppskeru af þangi undan ströndum Bandaríkjanna.Running Tide Íslendingar átta sig ekki á áhrifum nýsköpunar sinnar Í samtali við Vísi líkir Marty Odlin, stofnandi Running Tide, starfseminni við Carbfix, kolefnisbindingarverkefnið við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fangar kolefni og dælir því niður í berglög. Running Tide safnar einnig koltvísýringi en sökkvir honum djúpt í hafið fjarri landi. Odlin segir Ísland heppilega staðsett landfræðilega en hér sé einnig frábært og reynslumikið hæfileikafólk í sjávarútvegsverkfræði. Rætur hans liggja í sjávarútvegi í heimaríki hans Maine á norðausturströnd Bandaríkjanna. Fyrirtækið er með ostru- og þörungaræktun við Portland í Maine. „Ég hef reynslu af sjávarútvegi og notaði mikla íslenska tækni þannig að ég hafði mikinn áhuga á að koma til Íslands. Vissulega fyrir landfræðilega legu og græna orku en aðallega fyrir hæfileikana og framsækið hugarfar margs fólks og stjórnvalda hér,“ segir Odlin sem er sjálfur verkfræðingur. Odlin fer fögrum orðum um íslenskan sjávarútveg og tækni sem héðan kemur. „Þegar ég vann í fiskiðnaði litum við alltaf upp til Íslands. Ísland gerir allt rétt. Frábær fiskveiðistjórnun, augljóslega ekki án sinna áskorana, en almennt er auðlindum stýrt á vistvænan og skynsaman hátt. Ný tækni sem tengist fiskveiðum sem kemur frá Íslandi hefur verið frekar byltingarkennd um allan heim. Það er áhugavert að ég held að margir á Íslandi átti sig ekki á hversu mikil áhrif nýsköpun sem kemur héðan hefur haft,“ segir Odlin. Sjávarútvegur í Maine hefur gengið í gegnum verulegan samdrátt undanfarna þrjá áratugi. Áhrif loftslagsbreytinga hafa skapað enn meiri óvissu fyrir iðnaðinn þar, ekki síst fyrir humarveiðar. „Ástæðan fyrir því að ég gerði þetta er að ég var of uggandi yfir framtíð fiskveiða til að halda mig við þær. Ég þurfti að gera eitthvað til að leysa vandann fyrir börnin mín og til að þau geti verið sjómenn einhvern daginn,“ segir Odlin. Starfsmaður á rannsóknarstofu Running Tide að störfum.Running Tide Eins og sköllóttur maður með sítt skegg Aðferðin sem Running Tide hyggst nota til að binda kolefni byggist á sérstökum baujum sem fyrirtækið hefur hannað og eiga að vera klakstöðvar fyrir það sem það kallar „örskóga“ þörungagróðurs. Þörungarnir vaxa utan á baujunum og teygja sig djúpt niður í hafið. Odlin segir baujurnar á stærð við fótbolta og líkir þeim við höfuð á sköllóttum manni með gríðarlega sítt skegg þegar þörungarnir eru byrjaðir að vaxa. Eftir ákveðinn tíma hverfist yfirborð baujanna við sjóinn og þær sökkva með þörungana niður í hyldýpið. Fyrirtækið segir að þar hverfi þörungarnir annað hvort ofan í setlög eða verði að fæðu fyrir djúpsjávardýr. Þannig bindist kolefni í að minnsta kosti hundruð ára og jafnvel í milljónir ára. Hafið er stærsta kolefnisgeymsla jarðarinnar. Áætlað er að það bindi um fjórðung þess kolefnis sem menn losa með bruna á jarðefnaeldsneyti á hverju ári. Allur þessi koltvísýringur hefur áhrif á sýrustig hafsins en það fer nú súrnandi. Súrnunin hefur sérstaklega áhrif á kalkmyndandi lífverur, þar á meðal kórala og skelfisktegundir. Baujur Running Tide eiga einnig að vinna gegn súrnuninni. Þær verða húðaðar með skeljamulningi sem leysist upp í sjónum og jafnar sýrustigið. Það gerir sjónum jafnframt kleift að binda meira kolefni þar sem getan minnkar við súrnun. „Við hönnuðum kerfin til að þau hefðu sem mest samanlögð áhrif en sem minnsta staðbundna truflun. Við setjum þær út á miðjan sjó, þær fljóta lausar og dreifa sér yfir stórt svæði þannig að það er mjög lítil staðbundin röskun en mikil samanlögð áhrif í að binda kolefni.“ Running Tide er með skrifstofuaðstöðu hjá Transition Labs í Reykjavík sem stefnir á að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna í heiminum. Davíð Helgason, sem auðgaðist á fyrirtækinu Unity, er annar stofnenda Transition Labs sem átti þátt í að fá Running Tide til landsins. Vill ekki lofa upp í ermina á sér Enn er þó mikið verk óunnið hjá Running Tide áður en það getur byrjað að binda kolefni í slíku magni að það hafi þýðingu og sé efnahagslega hagkvæmt. Odlin er var um sig að setja ekki fram of háleit loforð um kolefnisbindingu í framtíðinni og hversu mörg störf gætu skapast á Íslandi. Ítarlegar rannsóknir og þróun þurfi að fara fram samhliða framleiðslunni. „Við vitum að þetta virkar, að við getum mælt þetta og að við getum selt þessar einingar en til að geta tekið hugmynd sem þessa og gert hana að einhverju sem getur framleitt einingar á efnahagslega hagkvæmum skala, getur drifið áfram efnahagslegan vöxt og hefur þýðingu fyrir baráttu gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar verðum við bara að bæta okkur á hverjum degi að eilífu,“ segir Odlin. Hann segir þó að tugir starfsmanna gætu unnið við verksmiðju á Íslandi á næstu árum og vonandi enn fleiri þegar fram í sækir. Ísland gæti orðið að nokkurs konar akkeri fyrir umsvif fyrirtækisins víða um heim. Nú starfa um 75 manns fyrir Running Tide, um fimmtíu heima í Maine en þrír á Íslandi. „Ég held að Ísland verði mjög stór hluti af starfsemi fyrirtækisins í framtíðinni, ef ekki sá stærsti, en það er erfitt að fullyrða,“ segir Odlin. Vonast til að binda hundruð þúsunda tonna Hvað kolefnisbindinguna varðar segir hann að stefnan sé tekin á þúsundir tonna strax á þessu ári. Á því næsta verði þá hægt að skala bindinguna verulega upp þannig að hún verði efnahagslega hagkvæm. Á næstu fimm árum og lengur vonast Odlin til að Running Tide gæti bundið hundruð þúsunda ef ekki milljón tonn árlega. Ekki veitir af því árlega dælir mannkynið tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. „Möguleikinn er fyrir hendi á að við förum langt fram á úr því en einnig að við komumst ekki svo langt. Það er alltaf áskorun að vinna með hafið. Það sem virkar á litlum skala virkar ekki endilega eins á mun stærri skala“ „Við teljum möguleikann til staðar að Ísland verði eitt mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta, kolefnisbindingarstöð í heimi í framtíðinni og Running Tide vonast til að verða stór hluti af því,“ segir Odlin.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Bandaríkin Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31 Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Engir rauðir límmiðar lengur á Iittala Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Davíð Helgason beinir sjónum sínum að loftslagsmálum Davíð Helgason, stofnandi fyrirtækisins Unity, hefur komið á fót fyrirtækinu Transition Labs, ásamt Kjartani Erni Ólafssyni, frumkvöðli og tæknifjárfesti. Markið félagsins er að gera Ísland að suðupunkti loftslagsverkefna á heimsvísu. 17. maí 2022 19:31
Carbfix vann tvöfalt í fyrri umferð kolefniskeppni Elon Musk Carbfix vann til tveggja verðlauna í fyrri umferð alþjóðlegrar keppni auðkýfingsins Elon Musk, þar sem markmiðið er að finna leiðir til að draga úr koltvíoxíðmengun í andrúmsloftinu. 22. apríl 2022 13:31