Fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga sprautu inn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2022 10:31 Jenna segir það einkennilegt að hver sem er megi í raun sprauta fylliefni eða bótoxi undir húð fólks. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir, ræddi við Sindra Sindrason um húðmeðferðir eins og bótox í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Jenna segir að þeir einu sem ættu að mega sprauta bótoxi í fólk séu læknar, ekki snyrtifræðingar eða hjúkrunarfræðingar. „Í fegrunarmeðferðum er bótox alltaf vinsælast. Það hefur verið það í mörg ár og ekkert sem toppar það,“ segir Jenna og bætir við að það sé mesti misskilningur að það séu bara konur sem hafi áhuga og að karlmenn séu farnir að nýta sér meðferðir af þessu toga í auknu mæli. „Svo eru það fylliefnin og þá sjáum við mjög mikið ákveðnar tískubylgjur eins og núna er flott að vera með mjög stórar varir og kannski mikið kinnbein. Þetta fer svolítið eftir Hollywood trendunum, hvað Kardashian er að gera og fleiri. Þetta er mikið til umræðu á öllum þessum þingum sem við förum á erlendis. Hvernig við eigum að koma í veg fyrir þessa offyllingu því fólk á það til að missa sig,“ segir Jenna sem bætir við að viðskiptavinir hennar séu aðallega á aldrinum fjörutíu til sextíu ára. „Það er ábyrgð þín sem meðferðaraðila að stoppa viðkomandi af þegar hann er að missa sig. Mér finnst alveg fáránlegt að það séu ekki reglur um það hverjir megi sprauta svona efnum inn í líkama fólks. Í fyrsta lagi þá erum við með nál og við stingum undir húð hjá fólki. Þetta er aðskotahlutur og þú þarft að þekkja anótómíuna og þú þarft að vita hvar eru æðarnar, taugarnar og líkamsfræði húðarinnar. Mér finnst fáránlegt að ófaglærðir fái að stinga inn,“ segir Jenna. „Vandamálið er að við erum ekki með neina reglugerð og það er mín skoðun að aðeins læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar undir eftirliti lækna megi sprauta. Svoleiðis er þetta í Danmörku og Svíþjóð,“ segir Jenna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira