Kerr barði í borð og hélt þrumuræðu um skotárásina í Dallas: „Nú er nóg komið!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 09:15 Steve Kerr var heitt í hamsi þegar hann ræddi um skotárásina í Dallas og byssueign í Bandaríkjunum. ap/Scott Strazzante Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hafði engan áhuga á að tala um körfubolta fyrir leikinn gegn Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Hann hélt þess í stað mikla eldræðu um skotárásina í Uvalde í Texas. Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State. Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Minnst nítján börn og tveir fullorðnir létust í skotárás átján ára manns í grunnskóla í Uvalde í Texas í gær. Um er að ræða eina mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Fórnarlömbin voru flest á aldrinum sjö til tíu ára. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, var skotinn til bana af lögreglu. Kerr var greinilega sleginn og á blaðamannafundi fyrir leikinn í Dallas í nótt hélt hann sannkallaða þrumuræðu um skotárásir í Bandaríkjunum og byssueign þar í landi. „Hvenær ætlum við að gera eitthvað?“ sagði Kerr og barði í borðið. „Ég er þreyttur. Ég er svo þreyttur koma hingað og votta fjölskyldum og aðstandendum í sárum samúð. Ég er svo þreyttur á þögninni. Nú er nóg komið!“ Kerr þekkir harmleik sem þennan af eigin raun en faðir hans var myrtur í hryðjuverkaárás í Beirút í Líbanon 1984. Hann hefur lengi barist fyrir strangari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. „Það eru fimmtíu öldungardeildarþingmenn sem neita að kjósa um löggjöf þar sem bakgrunnur fólks sem vill kaupa byssur er kannaður. Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni en hefur síðan bara legið þar í tvö ár. Það er ástæða fyrir að þeir vilja ekki kjósa um það; til að halda í völdin. Ég spyr þig Mitch McConnell [leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings] og alla öldungardeildarþingmennina sem neita að gera neitt vegna ofbeldisins og skotárásanna, ætlið þið að setja valdaþrá ykkar ofar lífum barnanna okkar og eldri borgara? Því það lítur þannig út,“ sagði Kerr. Warriors coach Steve Kerr spoke about the mass shooting at a school in Uvalde, Texas.(via @warriors)pic.twitter.com/gA02m5FJsO— ESPN (@espn) May 24, 2022 „Ég er búinn að fá nóg. Við getum ekki verið dofin yfir þessu. Við getum ekki setið hérna, lesið um þetta, haft einnar mínútu þögn og síðan haldið bara áfram að spila körfubolta. Fimmtíu öldungardeildarþingmenn í Washington halda okkur í gíslingu. Níutíu prósent Bandaríkjamanna, burtséð frá stjórnmálaskoðunum, vilja bakgrunnskönnun. En okkur er haldið í gíslingu af þessum fimmtíu öldunardeildarþingmönnum sem neita að láta kjósa um þetta, það sem almenningur vill, því þeir vilja halda í völdin. Þetta er aumkunarvert,“ sagði Kerr og gekk út. Eldræðu Kerrs má sjá hér fyrir ofan. Golden State tapaði leiknum fyrir Dallas, 119-109, en er samt 3-1 yfir í einvíginu og einum sigri frá því að komast í úrslit NBA í sjötta sinn á síðustu átta árum. Jason Kidd, þjálfari Dallas, talaði á svipuðum nótum og Kerr fyrir leikinn og sömu sögu var að segja af Stephen Curry, aðalstjörnu Golden State.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde NBA Skotárásir í Bandaríkjunum Skotvopn Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira