Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 07:18 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Laurent Gillieron/Keystone via AP Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira