Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, rúmum sjö árum frá því að slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015. Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri. Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira
Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri.
Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Sjá meira