Athugasemd SÍ við starfshætti SÁÁ Olga Ingólfsdóttir skrifar 23. maí 2022 11:00 Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað felst í athugasemdum Sjúkratrygginga Íslands er varðar starfshætti SÁÁ sem nú eru komnar á borð Héraðssaksóknara? Hinn 29. desember 2021 sendu Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) stjórn SÁÁ bréf varðandi eftirlit vegna reikningsgerðar samtakanna. Í bréfinu tilkynntu SÍ þau endanleg áform sín að krefja SÁÁ um endurgreiðslu vegna tilhæfulausra reikninga og vanefnda á þjónustu og þjónustumagni um 174,5 mkr. Hvað eru tilhæfulausir reikningar? Til þess að geta sent SÍ reikning vegna viðtals og annarrar heilbrigðisþjónustu á göngudeild þarf sjúklingurinn að koma til viðtals og heilbrigðisstarfsmaðurinn að skrá lýsingu á þjónustunni í sjúkraskrá. Af því loknu er hægt að útbúa reikning sem sjúklingurinn samþykkir og senda hann SÍ. Þegar SÍ fór í eftirlitsferð til SÁÁ kom í ljós að reikningar höfðu verið sendir þrátt fyrir að mikið vantaði upp á að rétt vinnubrögð væru viðhöfð og SÍ borgað þá svo í góðri trú. Samkvæmt samningi SÁÁ við SÍ er einungis hægt að senda reikning fyrir viðtal eða hópmeðferð sem veitt er á staðnum. Engin dæmi eru um að borga fyrir símaviðtöl hvað þá óumbeðin símtöl. Þegar eftirlitsfólk SÍ sem hafði lagaheimild til að skoða málin fór í eftirlitsferð blasti alvaran við. Í fyrsta lagi kom í ljós að rúmlega 3.800 reikningar höfðu verið sendir fyrir óumbeðin símaviðtöl við sjúklinga sem ekki voru færði í sjúkraskrár. Þegar að þetta komst upp reyndu starfsmenn að bæta úr með því að breyta sjúkraskrám eftir á sem er alvarlegt. SÍ gerði einnig athugasemdir við óeðlilegan fjölda reikninga frá SÁÁ vegna ráðgjafaviðtala á göngudeildinni á Akureyri í nóvember 2020 eða 360 talsins. Til samanburðar komu að meðaltali 20 einstaklingar mánaðarlega á sömu göngudeild í öll úrræði árið 2019 – aukningin er því 18 föld. Óþörf lokun göngudeildar Tilraunir SÁÁ til þess að reka fjarheilbrigðisþjónustu komu til vegna lokunar göngudeildar SÁÁ. Var það mat SÁÁ að það ástand sem skapaðist í kjölfar heimsfaraldurs hafi mjög svo torveldað heilbrigðisþjónustu. Á sama tíma benda SÍ á að starfsemi á göngudeildum fíknigeðdeildar Landspítala hafi farið fram með óbreyttu sniði frá maí 2020 og áfram, bæði hóptímar og einstaklingsviðtöl. Vanefndir á þjónustu og þjónustumagni SI gera alvarlegar athugasemdir við það að SÁÁ hafi ekki afhent það þjónustumagna í meðferð alkóhólista sem samið var um og greitt fyrir og telja SI sig því eiga inni hjá SÁÁ fyrir óafhenta þjónustu. Á sama tíma hefur biðlisti eftir meðferð lengst. En er SÁÁ komin á lygnan sjó? Þrátt fyrir þessar alvarlegu athugasemdir SÍ á starfsháttum SÁÁ sendir formaður SÁÁ til félagsmanna samtakanna í bréf hinn 17. maí síðastliðinn þar sem hann segir að starfsemi samtakanna sé nú ,,komin á lygnan sjó” eftir umbrotatíma, þrátt fyrir að „athugasemdir Sjúkratrygginga við SÁÁ hafi ekki verið leiddar til lykta.“ Að sögn formanns SÁÁ sem nú býður sig fram til endurkjörs telur þetta lítið mál og snúist ekki um ,,peninga”, heldur túlkun samninga og útfærslur meðferðarstarfsins í heimsfaraldrinum.“ Fram kemur í skeytinu að SÁÁ hafi átt í viðræðum við SÍ „um að landa þessu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.“ Niðurstaða SÍ stendur óhögguð Þetta segir formaður SÁÁ þrátt fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að bregðast við áformum SÍ um að krefjast endurgreiðslu upp á um 174,5 m.kr. Að mati SÍ hefur hins vegar ekkert í svörum SÁÁ breytt niðurstöðu stofnunarinnar og stendur því endurgreiðslukrafan óhögguð. Það má vera að núverandi framkvæmdastjórn SÁÁ telji samtökin sigla „lygnan sjó“ en allt bendir til þess að það sé einungis sagt til þess að slá ryki í augu þeirra sem ganga á næstunni að kjörborðinu og kjósa til stjórnar SÁÁ. Eftir stendur að enn er ósamið við SÍ um endurgreiðslu á gríðarlegum fjármunum auk þess sem mál tengd eftirliti SÍ bíða afgreiðslu hjá Héraðssaksóknara, Embætti landlæknis og Persónuvernd. Höfundur er félagsmaður í SÁÁ.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun