Samkeppnin ógnar sumum! Sverrir Einar Eiríksson skrifar 21. maí 2022 09:31 Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Neytendur Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Fátt kemur neytendum jafnvel og samkeppni í verslun og þjónustu. Fyrirtæki í samkeppni gera sér fremur far um að sinna þörfum fólks til að laða til sín viðskipti um leið og verðlagningu eru settar skorður. Horfur eru á að samkeppni aukist enn á þeim markaði sem Nýja vínbúðin starfar, líkt og í nýlegri umfjöllun Viðskiptablaðsins er bent á að komi fram sem sérstakur áhættuþáttur í útboðslýsingu fyrir væntanlegt útboð Ölgerðarinnar. Þar komi fram að breytingar á áfengislöggjöfinni, svo sem í átt til aukins frjálsræðis og frekari hækkunar áfengisgjalda kunni að hafa neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Í útboðslýsingunni er vísað í áfengislögin og áréttað að ekki megi aðrir en ÁTVR selja áfengi og tóbak í smásölu innanlands: „Nýlega hefur borið á því að einkaaðilar reyni á túlkun laganna með sölu áfengis í vefverslunum sem þjónusta íslenska neytendur, jafnvel með lagerhaldi á Íslandi til þess að styðja skjótan afhendingartíma. Taki fyrrnefnd lög breytingum eða þróist túlkun ákvæða þeirra, t.d. í kjölfar dómsmála, gæti það gefið ýmsum aðilum kost á því að byrja að selja áfengi, hvort sem er í búðum eða vefverslunum. Slíkt gæti gjörbreytt samkeppnisumhverfi á áfengismarkaði og skapað hvata fyrir nýja aðila til innflutnings og sölu á áfengum drykkjum,“ segir í útboðslýsingunni. Þetta er hárrétt metið hjá Ölgerðinni, utan að þessi þróun hefur þegar átt sér stað og er síður en svo neikvæð. Að minnsta kosti ekki fyrir neytendur, þó að Ölgerðin sjái þarna áhættuþátt fyrir rekstur sinn. Og sjálfsagt er ekki skrítið að þeir sem komið hafa sér makindalega fyrir, eða notið ríkisvarinnar einokunar óttist aukna samkeppni. Þann ótta hefur til dæmis mátt lesa úr orðum og æði forsvarsmanna ÁTVR. Hér hefur leynt og ljóst verið barist gegn frelsi í viðskiptum með áfengi, gegn auknu úrvali, lægra verði og betri þjónustu. Ölgerðin hefur líka harðneitað að afgreiða okkur um vörur. Við teljum fyrirtækið þar reyna að hamla samkeppni og koma í veg fyrir að nýir aðilar komist inn á markaðinn. Mér kemur í hug fyrirtækið Blockbuster. Líklega muna fáir eftir því, en það var á sínum tíma stærsta vídeóleiga heims sem gerði sitt besta til að bregða fæti fyrir Netflix þegar það var að byrja. Vonandi fer nú samt ekki fyrir Ölgerðinni eins og Blockbuster. Aðrir fagna aukinni samkeppni og það finnum við á viðtökum fólks. Nýja Vínbúðin getur í krafti samninga við erlenda birgja boðið allar þær vörur sem Ölgerðin og aðrir hafa hér verið með í einkasölu á mun betra verði, meðal annars Guinness Draught sem við bjóðum á 30% betra verði en Ölgerðin og fyrrum einokunarverslun ríkisins, ásamt því að við bjóðum rýmri afgreiðslutíma og fría heimsendingu. Full ástæða er til að hvetja fólk til að skoða málin og verðlauna þau fyrirtæki sem bjóða lægra verð og betri þjónustu með því að beina viðskiptum sínum til þeirra. Þannig er best ýtt undir virka samkeppni, öllum til hagsbóta. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Nýju Vínbúðarinnar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun