Innlent

Reykja­víkur­börn í ung­linga­vinnunni fái launa­hækkun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði.
Starfsmenn vinnuskóla Reykjavíkur að störfum í Hólavallakirkjugarði. Vísir/Vilhelm

Tillaga um hækkun tímakaups unglinga í vinnuskóla Reykjavíkur var send til borgarráðs í vikunni eftir að hún var samþykkt hjá Umhverfis- og heilbrigðisráði borgarinnar. 

Fréttablaðið greinir frá þessu. Fari tillagan í gegn munu tímakaup nemenda í 8. bekk hækka úr 664 krónum í 711 krónur, nemendur í 9. bekk myndu fá 947 krónur á tímann og nemendur í 10. bekk 1.184 krónur á tímann. 

Alls eru 2.300 krakkar skráðir í vinnuskólann í sumar en ekki er gert ráð fyrir hækkuninni í fjárhagsáætlun og því þarf að sækja um auka 60 milljónir króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×