Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 21:08 Viðræður Helgu Dísar Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins (t.v), og Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, oddvita Miðflokksins, gengu ekki upp. Aðsendar Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum. Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31