Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 21:08 Viðræður Helgu Dísar Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins (t.v), og Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, oddvita Miðflokksins, gengu ekki upp. Aðsendar Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum. Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Sjá meira
Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31