Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 21:08 Viðræður Helgu Dísar Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins (t.v), og Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, oddvita Miðflokksins, gengu ekki upp. Aðsendar Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum. Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31