Miðflokkurinn gefur Sjálfstæðismönnum sviðið í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 20. maí 2022 21:08 Viðræður Helgu Dísar Jakobsdóttur, oddvita Raddar unga fólksins (t.v), og Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, oddvita Miðflokksins, gengu ekki upp. Aðsendar Þrátt fyrir að Miðflokkurinn hafi unnið stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Grindavík um seinustu helgi er komið að Sjálfstæðisflokknum í að reyna að mynda meirihluta. Meirihlutaviðræður gengu ekki upp hjá Miðflokksmönnum. Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Í kosningunum fékk Miðflokkurinn þrjá fulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn tvo, Framsóknarflokkurinn einn, og Rödd unga fólksins einn. Viðræður sem gengu ekki upp Í kvöld gaf Rödd unga fólksins frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að flokkurinn ætli ekki í meirihlutasamstarf með Miðflokknum. Áður höfðu viðræður Miðflokksins við Framsóknarflokkinn ekki gengið upp. Fram kemur í yfirlýsingunni að flokkarnir hafi rætt þrisvar saman til að reyna að taka ákvörðun en að lokum ákvað Rödd unga fólksins að stíga úr viðræðunum. „Margir vilja ekki bera saman flokka í alþingis- og sveitastjórnakosningum. Það reynir töluvert á það þegar oddviti Miðflokksins í Grindavík er í stjórn Miðflokksins á landsvísu. Orðræða og vinnubrögð Miðflokksins á landsvísu samræmast ekki gildum Raddar unga fólksins,“ segir í yfirlýsingunni. Kom flokksmönnum á óvart Í samtali við fréttastofu segir Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins í Grindavík, að þetta hafi komið flokksmönnum afar mikið á óvart. „Við höfum ákveðið að gefa hinum sviðið í bili, það er fullreynt hjá okkur,“ segir Hallfríður og gefur boltann yfir til Sjálfstæðisflokksins. Hún segir að báðir flokkar hafi komist að þeirri niðurstöðu að leyfa hvorum öðrum að ræða við minni flokkana, Rödd unga fólksins og Framsóknarflokkinn, og reyna að mynda meirihluta með þeim. „Við höfum aldrei útilokað neitt samstarf,“ segir Hallfríður aðspurð hvort Miðflokksmenn gætu myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.
Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Leiðtoginn í höfuðvígi Miðflokksins Grindavík er orðin stærsta vígi Miðflokksins, og jafnframt eitt það síðasta, á sveitarstjórnarstiginu. Oddviti flokksins í bænum átti ekki von á því að flokkurinn ynni slíkan stórsigur - en telur ýmsar ástæður liggja þar að baki. 20. maí 2022 20:31